Krafa um afsögn stjórnar KSÍ hefur verið hávær á samfélagsmiðlum í gær og í dag vegna viðbragða hennar við ásökunum um ofbeldi gegn landsliðsmönnum, sem komust í hámæli um helgina.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundaði á fjórða tímanum en þar átti að meðal annars að ræða mál Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Lárus L. Blöndal, forseti sambandsins í samtali við fréttastofu. Hann segir óvíst hvort sambandið muni tjá sig um mál KSÍ að fundi loknum.
Þá krafðist stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, þess í dag að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Jafnframt vill ÍTF að boðað verði til auka ársþings til að endurheimta traust innan knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ.
Gísli vildi ekki tjá sig um það hvort aukaársþing yrði til umræðu á fundi KSÍ nú síðdegis þegar fréttastofa náði tali af honum á fimmta tímanum.