Hefur tekið mannanafnanefnd í sátt og fær að heita Bond Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 19:45 Siggi Bond er fótboltamaður og einn af stjórnendum hlaðvarpsins The Mike Show. vísir/egill Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávallt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt. Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag? Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag?
Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09