Innlent

Gríms­eyingurinn Bjarni Magnús­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Magnússon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 árið 2018.
Bjarni Magnússon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 árið 2018. Stöð 2

Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, er látinn, 91 árs að aldri.

Bjarni lést á sunnudaginn 29. ágúst en greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Bjarni sat í hreppsnefnd í Grímsey frá 1962 til 1970, en tók við starfi hreppstjóra árið 1969 og gegndi starfinu í rétt rúm fjörutíu ár.

Áður hafði hann starfað sem vélgæslumaður fyrir Rafmagnsveitur ríkisins, vatnsveitustjóri, vitavörður og slökkviliðsstjóri í Grímsey.

Bjarni var kvæntur Vilborgu Sigurðardóttur, ljósmóður, símstöðvarstjóra og veðurathugunarmanni, en Vilborg lést árið 2009. Þau eignuðust fimm börn.

Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá 2018 þar sem meðal annars er rætt við Bjarna um Grímsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×