Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 15:52 Arnar Þór Viðarsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvelli á fimmtudaginn þegar Íslendingar mæta Rúmenum. vísir/vilhelm Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira