Áttu aldrei von á því að verða elskaðir af sjómönnum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. september 2021 07:00 Bassi Maraj, Patrekur Jaime og Binni Glee hafa heillað þjóðina í raunveruleikaþáttunum Æði. Stöð 2 „Loksins fá allir að sjá perlurnar sem við erum í raun,“ segir Bassi Maraj, einn af þremenningunum úr Æði, um þriðju þáttaröð sem væntanleg er nú í september. Þeir lofa mikilli skemmtun, óvæntum uppákomum, meira drama og mikilli drykkju, ásamt því að við fáum að sjá glænýjar hliðar á þeim félögum. „Það eru allir að fara að koma út úr sinni skel.“ Óhætt er að segja að vinirnir Patrekur Jaime, Bassi Maraj og Binni Glee hafi vakið athygli eftir að þættirnir Æði fóru fyrst í loftið á síðasta ári. Upphaflega stóð til að Patrekur eða Patti eins og strákarnir kalla hann, væri einn í aðalhlutverki í þáttunum. „Mér finnst eiginlega bara þægilegra að ég sé ekki eina manneskjan sem er að koma með allt upp á yfirborðið hjá mér, heldur deilist það á okkur þrjá núna. Ég er alls ekki pirraður yfir því að þurfa deila sviðsljósinu. Mér finnst bara gaman að við séum að gera þetta saman, því við erum bestu vinir,“ segir Patrekur. Patrekur hafði vakið athygli á Snapchat og Instagram og þegar tækifærið bauðst að vera með sína eigin sjónvarpsþætti hugsaði hann að nú væri að duga eða drepast. Patrekur Jaime.Stöð 2 Vinur hans, Binni Glee, hafði einnig vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og til stóð að hann kæmi fram í þáttunum sem besti vinur Patreks en þeir hafa verið vinir síðan þeir voru litlir. „Svo bara beilar Binni með tveggja daga fyrirvara og þá vorum við Bassi alveg mjög góðir vinir og ég segi við framleiðsluliðið að ég eigi annan vin sem ég veit að yrði ógeðslega fyndinn „on camera“ og hann er geggjað til í að fara til Danmerkur, því í fyrstu seríu var aðaltilgangurinn að fara þangað.“ Óhætt er að segja að Bassi hafi slegið í gegn í fyrstu þáttaröð fyrir sinn litríka og óheflaða persónuleika og því segir Patrekur að það hafi ekki komið annað til greina en að Bassi fengi meira pláss í annarri þáttaröð. Þeir Patrekur og Bassi deila nú aðalhlutverkinu ásamt Binna Glee. Klippa: Fyrsta stiklan fyrir Æði 3 Sló til þegar sjálfstraustið var betra „Ég átti að vera í seríu eitt en var bara ekki til í það. Ég hélt bara að það yrði of mikið að vera í sjónvarpinu en svo í seríu tvö ákvað ég bara að kýla á það,“ segir Binni. „Hann var bara hræddur um að fyrsta serían myndi floppa en svo sá hann að hún floppaði ekki, þannig þá vildi hann vera með,“ segir Patrekur í gríni. Binni tekur ekki undir það, heldur segist hann hafa verið kominn með meira sjálfstraust þegar átti að fara gera aðra þáttaröð. Þegar sú þáttaröð var tekin upp höfðu þeir Binni og Bassi aðeins hist tvisvar og þekktust lítið sem ekkert. Í dag eru þeir allir góðir vinir og búa þeir allir nálægt hvor öðrum í miðbæ Reykjavíkur. Þeir Binni og Patrekur bjuggu saman um skeið en í dag býr Patrekur með unnusta sínum. Áhorfendur fengu einmitt að verða vitni af með trúlofun þeirra í síðustu þáttaröð. „Við erum ekki byrjaðir að hugsa um dagsetningu. Ég vil alveg vera trúlofaður allavega í ár áður en ég fer að plana. Ég held ég myndi bara vilja gifta mig hjá sýslumanni og halda svo stóra veislu, sérstaklega ef við munum taka það upp, þá mun það alveg vera eitthvað geggjað held ég.“ Hann segist vel geta hugsað sér að gifta sig í þáttunum en er þó með eitt skilyrði. „Bara svo lengi sem Bassi gerir ekki eitthvað drama.“ Enginn hringur Það vekur athygli að Patrekur gengur ekki með trúlofunarhring en það er saga á bak við það. „Á fyrsta djamminu á tímabilinu þegar skemmtistaðir voru opnir til fjögur, þá fór ég niður í bæ og ég fór bara low key í blackout og týndi hringnum á Prikinu. Þannig ef einhver er með hann bring it to me!“ Þrátt fyrir þetta óheppilega atvik segir Patrekur allt leika í lyndi hjá þeim. Líf þeirra breyttist á síðasta ári þegar unnusti hans eignaðist barn og er Patrekur því kominn í hlutverk stjúpforeldris. Honum segist þó vera annt um einkalífið og ætlar ekki að sýna frá þeim hluta í nýju þáttaröðinni. Þá hafa þeir Binni og Bassi einnig haft í nægu að snúast síðan við skildum við þá í síðustu þáttaröð. Binni var til að mynda að setjast aftur á skólabekk. „Ég var að byrja í háskólanum í japönsku. Það var aldrei draumurinn minn en svo flutti ég í bæinn og langaði að gera eitthvað á meðan ég væri hérna. Ég ætlaði aldrei að fara í háskóla en ég hugsaði bara „ókei ég fer í háskóla núna bara til að nýta tímann“. Svo var ég að skoða hvað væri í boði og mér fannst ekkert áhugavert nema japanska. Þetta var eiginlega svona skyndiákvörðun.“ Binni Glee heitir fullu nafni Brynjar Steinn Gylfason.Stöð 2 „Ég er bara búinn að vera að leita að sjálfum mér“ Bassi hefur verið að gera það gott í tónlist síðustu mánuði. Síðasta vor gaf hann út sitt fyrsta lag sem ber einfaldlega titilinn Bassi Maraj og hefur slegið rækilega í gegn. Hann segist ekki hafa átt von á þeim viðtökum sem lagið fékk. „Úhh nei, ég var alveg í sjokki. Þetta var annað hvort að fara ganga hræðilega eða ógeðslega vel.“ Bassi ákvað fyrir nokkrum mánuðum að breyta um stefnu og tók sér tímabundið leyfi frá leikskólanum sem hann var að vinna á. „Ég er bara búinn að vera að leita að sjálfum mér og gera tónlist.“ Rifjast upp aftur Hann er um þessar mundir að vinna að EP plötu sem hann reiknar með að komi út í október. Það er óhætt að segja að hann sé með nóg á sinni könnu en hann er einnig að byrja í nýrri vinnu. „Ég er að fara vinna sem verktaki að mála og slípa og laga glugga og eitthvað. Ég var alveg að gera það þegar ég var yngri, þannig ég er alveg spenntur. Ég er alveg maður þegar kemur að þessu sko.“ Þriðja þáttaröðin af Æði mun hefja göngu sína á Stöð 2 þann 9. september. Hún inniheldur átta þætti þar sem von er á drama, drykkju, mikilli skemmtun og óvæntum uppákomum. „Ég held að munurinn á þessari seríu og hinum sé að við erum miklu meira berskjaldaðir,“ segir Binni. Patrekur segir að þeir fari allir að gráta á einhverjum tímapunkti í nýju þáttaröðinni og að eitthvað sé um öskur. „Ég held það hafi alveg smá áhrif að vera rífast on camera því svo sættist maður en þetta kemur síðan út fimm mánuðum seinna og þá rifjast það allt upp aftur,“ segir hann. Þriðja þáttaröð af Æði mun hefja göngu sína á Stöð 2 þann 9. september. Mætti til vinnu á sveitabæ í „snípstuttum“ magabol Að öðru leyti segja þeir það stórkostlega skemmtun að fá að vinna svona náið með bestu vinum sínum og gera alla þá skemmtilegu hluti sem þættirnir bjóða upp á. Í þessari þáttaröð eyða þeir meðal annars degi á sveitabæ. „Mér fannst skemmtilegast þegar við vorum að reyna ná eggjunum frá hænunni af því hún var alveg klikkuð og var alveg að reyna ráðast á okkur,“ segir Patrekur. „Já ég held að það hafi verið uppáhaldsþátturinn minn. Það var samt alveg crusty en það var svo mikið öðruvísi. Ég hef aldrei verið eitthvað í sveitinni að tína kúk eða gefa lömbunum hey eða eitthvað,“ segir Binni. Án þess að uppljóstra of miklu er óhætt að segja að áhorfendur megi vera spenntir fyrir frammistöðu Binna í fjárhúsinu. Eftir sveitaferðina segist hann vel geta hugsað sér að vinna í sveit - ef það væri ekki fyrir lyktina. „Mér fannst þetta ganga mjög vel en ég var eiginlega bara svona að skipa strákunum fyrir, þannig ég slapp vel út úr þessu. Það var líka smá kalt en ég var reyndar bara í snípstuttum magabol,“ segir Patrekur. Dónaskapur í tökum Þá fá áhorfendur að fylgjast með Akureyrarferð þeirra félaga, kokteilakvöldi sem þeir héldu í Keiluhöllinni, ásamt því að þær Lára Clausen og Nadia Sif láta sjá sig. Þá munu áhorfendur einnig fá að kynnast tvíburunum úr annarri þáttaröð enn betur. Þremenningarnir segjast finna fyrir mikilli pressu vegna velgengni fyrri þáttaraða. „Ég held að mesta áskorunin sé að vera nógu skemmtilegir en samt passa að vera við sjálfir. Ég held að ég hafi alveg átt smá erfitt með að vera ekki bara í full-on karakter allan tíman. Ég held ég hafi alveg verið versta útgáfan af mér í þessari seríu. Ég var oft bara mjög dónalegur og frekur, bæði í tökum og á setti yfirhöfuð,“ segir Patrekur. Strákarnir segjast þó skemmta sér konunglega við tökur og viðbrögð áhorfenda láta ekki á sér standa. Þættirnir eigi sér aðdáendur í öllum hópum samfélagsins. „Það var sko gamall karl með göngugrind sem labbaði upp að mér á Saffran einu sinni og var bara: „Þið eruð æði. Ég sá þig hjá Gísla Marteini og það var bara ótrúlega flott.“ Ég var bara „whaaat“ af því ég hélt frekar að hann væri að fara koma og kalla mig helvítis homma eða eitthvað. Þannig ég var bara í sjokki,“ segir Bassi. „Já eldri kynslóðin er alveg living og alveg sjómenn líka sko. Ég hélt alltaf að sjómenn væru svona homophobic en svo heyri ég bara að þeir elska okkur,“ segir Binni. Bassi Maraj heitir fullu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson.Stöð 2 Þúsundir umsókna Í apríl á þessu ári var send út tilkynning þess efnis að félagarnir úr Æði væru að leita að fjórða meðlimnum. Það var vissulega um aprílgabb að ræða en alls bárust um sautján þúsund umsóknir og slegið var met í póstlistasöfnun. Það er því óhætt að segja að vinsældir félaganna hafi farið vaxandi síðan fyrsta sería fór í loftið. „Einhverjir sem voru kannski einu sinni vinir manns kemur til manns bara „ómægat hæ!“ eins og maður sé ennþá bestu vinir,“ segir Patrekur. „Já eða fólk sem var geðveikt leiðinlegt eða dónalegt við mann einu sinni og er núna bara „ómægat manstu ekki eftir mér“ og ég er bara „ó jú ég man alveg eftir þér en manst þú eftir þér!““ Þá fara þeir ekki á meðal fólks án þess að vera stoppaðir, beðnir um mynd eða heyra fólk pískra. „Fólk bara elskar okkur - elskar þetta tríó.“ Æði Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Helgarviðtal Tengdar fréttir „Þú drullaðir yfir mig fyrir framan alla“ Þriðja þáttaröðin af Æði fer í sýningu á Stöð 2 og Stöð 2+ þann 9. september næstkomandi. Patrekur Jaime Binni Glee og Bassi Maraj fara á kostum í þessum raunveruleikaþáttum og bíða margir spenntir eftir frumsýningunni. 1. september 2021 13:31 Æðismenn spá í EM-leiki morgundagsins Strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði spáðu í spilin fyrir leiki morgundagsins í 16-liða úrslitum EM. 27. júní 2021 21:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Kláðamaurinn reyndist ofnæmi fyrir brúnkukremi Bassi Maraj og Patrekur Jamie voru gestir hjá Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty hlaðvarpinu á dögunum. 17. apríl 2021 19:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Þeir lofa mikilli skemmtun, óvæntum uppákomum, meira drama og mikilli drykkju, ásamt því að við fáum að sjá glænýjar hliðar á þeim félögum. „Það eru allir að fara að koma út úr sinni skel.“ Óhætt er að segja að vinirnir Patrekur Jaime, Bassi Maraj og Binni Glee hafi vakið athygli eftir að þættirnir Æði fóru fyrst í loftið á síðasta ári. Upphaflega stóð til að Patrekur eða Patti eins og strákarnir kalla hann, væri einn í aðalhlutverki í þáttunum. „Mér finnst eiginlega bara þægilegra að ég sé ekki eina manneskjan sem er að koma með allt upp á yfirborðið hjá mér, heldur deilist það á okkur þrjá núna. Ég er alls ekki pirraður yfir því að þurfa deila sviðsljósinu. Mér finnst bara gaman að við séum að gera þetta saman, því við erum bestu vinir,“ segir Patrekur. Patrekur hafði vakið athygli á Snapchat og Instagram og þegar tækifærið bauðst að vera með sína eigin sjónvarpsþætti hugsaði hann að nú væri að duga eða drepast. Patrekur Jaime.Stöð 2 Vinur hans, Binni Glee, hafði einnig vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og til stóð að hann kæmi fram í þáttunum sem besti vinur Patreks en þeir hafa verið vinir síðan þeir voru litlir. „Svo bara beilar Binni með tveggja daga fyrirvara og þá vorum við Bassi alveg mjög góðir vinir og ég segi við framleiðsluliðið að ég eigi annan vin sem ég veit að yrði ógeðslega fyndinn „on camera“ og hann er geggjað til í að fara til Danmerkur, því í fyrstu seríu var aðaltilgangurinn að fara þangað.“ Óhætt er að segja að Bassi hafi slegið í gegn í fyrstu þáttaröð fyrir sinn litríka og óheflaða persónuleika og því segir Patrekur að það hafi ekki komið annað til greina en að Bassi fengi meira pláss í annarri þáttaröð. Þeir Patrekur og Bassi deila nú aðalhlutverkinu ásamt Binna Glee. Klippa: Fyrsta stiklan fyrir Æði 3 Sló til þegar sjálfstraustið var betra „Ég átti að vera í seríu eitt en var bara ekki til í það. Ég hélt bara að það yrði of mikið að vera í sjónvarpinu en svo í seríu tvö ákvað ég bara að kýla á það,“ segir Binni. „Hann var bara hræddur um að fyrsta serían myndi floppa en svo sá hann að hún floppaði ekki, þannig þá vildi hann vera með,“ segir Patrekur í gríni. Binni tekur ekki undir það, heldur segist hann hafa verið kominn með meira sjálfstraust þegar átti að fara gera aðra þáttaröð. Þegar sú þáttaröð var tekin upp höfðu þeir Binni og Bassi aðeins hist tvisvar og þekktust lítið sem ekkert. Í dag eru þeir allir góðir vinir og búa þeir allir nálægt hvor öðrum í miðbæ Reykjavíkur. Þeir Binni og Patrekur bjuggu saman um skeið en í dag býr Patrekur með unnusta sínum. Áhorfendur fengu einmitt að verða vitni af með trúlofun þeirra í síðustu þáttaröð. „Við erum ekki byrjaðir að hugsa um dagsetningu. Ég vil alveg vera trúlofaður allavega í ár áður en ég fer að plana. Ég held ég myndi bara vilja gifta mig hjá sýslumanni og halda svo stóra veislu, sérstaklega ef við munum taka það upp, þá mun það alveg vera eitthvað geggjað held ég.“ Hann segist vel geta hugsað sér að gifta sig í þáttunum en er þó með eitt skilyrði. „Bara svo lengi sem Bassi gerir ekki eitthvað drama.“ Enginn hringur Það vekur athygli að Patrekur gengur ekki með trúlofunarhring en það er saga á bak við það. „Á fyrsta djamminu á tímabilinu þegar skemmtistaðir voru opnir til fjögur, þá fór ég niður í bæ og ég fór bara low key í blackout og týndi hringnum á Prikinu. Þannig ef einhver er með hann bring it to me!“ Þrátt fyrir þetta óheppilega atvik segir Patrekur allt leika í lyndi hjá þeim. Líf þeirra breyttist á síðasta ári þegar unnusti hans eignaðist barn og er Patrekur því kominn í hlutverk stjúpforeldris. Honum segist þó vera annt um einkalífið og ætlar ekki að sýna frá þeim hluta í nýju þáttaröðinni. Þá hafa þeir Binni og Bassi einnig haft í nægu að snúast síðan við skildum við þá í síðustu þáttaröð. Binni var til að mynda að setjast aftur á skólabekk. „Ég var að byrja í háskólanum í japönsku. Það var aldrei draumurinn minn en svo flutti ég í bæinn og langaði að gera eitthvað á meðan ég væri hérna. Ég ætlaði aldrei að fara í háskóla en ég hugsaði bara „ókei ég fer í háskóla núna bara til að nýta tímann“. Svo var ég að skoða hvað væri í boði og mér fannst ekkert áhugavert nema japanska. Þetta var eiginlega svona skyndiákvörðun.“ Binni Glee heitir fullu nafni Brynjar Steinn Gylfason.Stöð 2 „Ég er bara búinn að vera að leita að sjálfum mér“ Bassi hefur verið að gera það gott í tónlist síðustu mánuði. Síðasta vor gaf hann út sitt fyrsta lag sem ber einfaldlega titilinn Bassi Maraj og hefur slegið rækilega í gegn. Hann segist ekki hafa átt von á þeim viðtökum sem lagið fékk. „Úhh nei, ég var alveg í sjokki. Þetta var annað hvort að fara ganga hræðilega eða ógeðslega vel.“ Bassi ákvað fyrir nokkrum mánuðum að breyta um stefnu og tók sér tímabundið leyfi frá leikskólanum sem hann var að vinna á. „Ég er bara búinn að vera að leita að sjálfum mér og gera tónlist.“ Rifjast upp aftur Hann er um þessar mundir að vinna að EP plötu sem hann reiknar með að komi út í október. Það er óhætt að segja að hann sé með nóg á sinni könnu en hann er einnig að byrja í nýrri vinnu. „Ég er að fara vinna sem verktaki að mála og slípa og laga glugga og eitthvað. Ég var alveg að gera það þegar ég var yngri, þannig ég er alveg spenntur. Ég er alveg maður þegar kemur að þessu sko.“ Þriðja þáttaröðin af Æði mun hefja göngu sína á Stöð 2 þann 9. september. Hún inniheldur átta þætti þar sem von er á drama, drykkju, mikilli skemmtun og óvæntum uppákomum. „Ég held að munurinn á þessari seríu og hinum sé að við erum miklu meira berskjaldaðir,“ segir Binni. Patrekur segir að þeir fari allir að gráta á einhverjum tímapunkti í nýju þáttaröðinni og að eitthvað sé um öskur. „Ég held það hafi alveg smá áhrif að vera rífast on camera því svo sættist maður en þetta kemur síðan út fimm mánuðum seinna og þá rifjast það allt upp aftur,“ segir hann. Þriðja þáttaröð af Æði mun hefja göngu sína á Stöð 2 þann 9. september. Mætti til vinnu á sveitabæ í „snípstuttum“ magabol Að öðru leyti segja þeir það stórkostlega skemmtun að fá að vinna svona náið með bestu vinum sínum og gera alla þá skemmtilegu hluti sem þættirnir bjóða upp á. Í þessari þáttaröð eyða þeir meðal annars degi á sveitabæ. „Mér fannst skemmtilegast þegar við vorum að reyna ná eggjunum frá hænunni af því hún var alveg klikkuð og var alveg að reyna ráðast á okkur,“ segir Patrekur. „Já ég held að það hafi verið uppáhaldsþátturinn minn. Það var samt alveg crusty en það var svo mikið öðruvísi. Ég hef aldrei verið eitthvað í sveitinni að tína kúk eða gefa lömbunum hey eða eitthvað,“ segir Binni. Án þess að uppljóstra of miklu er óhætt að segja að áhorfendur megi vera spenntir fyrir frammistöðu Binna í fjárhúsinu. Eftir sveitaferðina segist hann vel geta hugsað sér að vinna í sveit - ef það væri ekki fyrir lyktina. „Mér fannst þetta ganga mjög vel en ég var eiginlega bara svona að skipa strákunum fyrir, þannig ég slapp vel út úr þessu. Það var líka smá kalt en ég var reyndar bara í snípstuttum magabol,“ segir Patrekur. Dónaskapur í tökum Þá fá áhorfendur að fylgjast með Akureyrarferð þeirra félaga, kokteilakvöldi sem þeir héldu í Keiluhöllinni, ásamt því að þær Lára Clausen og Nadia Sif láta sjá sig. Þá munu áhorfendur einnig fá að kynnast tvíburunum úr annarri þáttaröð enn betur. Þremenningarnir segjast finna fyrir mikilli pressu vegna velgengni fyrri þáttaraða. „Ég held að mesta áskorunin sé að vera nógu skemmtilegir en samt passa að vera við sjálfir. Ég held að ég hafi alveg átt smá erfitt með að vera ekki bara í full-on karakter allan tíman. Ég held ég hafi alveg verið versta útgáfan af mér í þessari seríu. Ég var oft bara mjög dónalegur og frekur, bæði í tökum og á setti yfirhöfuð,“ segir Patrekur. Strákarnir segjast þó skemmta sér konunglega við tökur og viðbrögð áhorfenda láta ekki á sér standa. Þættirnir eigi sér aðdáendur í öllum hópum samfélagsins. „Það var sko gamall karl með göngugrind sem labbaði upp að mér á Saffran einu sinni og var bara: „Þið eruð æði. Ég sá þig hjá Gísla Marteini og það var bara ótrúlega flott.“ Ég var bara „whaaat“ af því ég hélt frekar að hann væri að fara koma og kalla mig helvítis homma eða eitthvað. Þannig ég var bara í sjokki,“ segir Bassi. „Já eldri kynslóðin er alveg living og alveg sjómenn líka sko. Ég hélt alltaf að sjómenn væru svona homophobic en svo heyri ég bara að þeir elska okkur,“ segir Binni. Bassi Maraj heitir fullu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson.Stöð 2 Þúsundir umsókna Í apríl á þessu ári var send út tilkynning þess efnis að félagarnir úr Æði væru að leita að fjórða meðlimnum. Það var vissulega um aprílgabb að ræða en alls bárust um sautján þúsund umsóknir og slegið var met í póstlistasöfnun. Það er því óhætt að segja að vinsældir félaganna hafi farið vaxandi síðan fyrsta sería fór í loftið. „Einhverjir sem voru kannski einu sinni vinir manns kemur til manns bara „ómægat hæ!“ eins og maður sé ennþá bestu vinir,“ segir Patrekur. „Já eða fólk sem var geðveikt leiðinlegt eða dónalegt við mann einu sinni og er núna bara „ómægat manstu ekki eftir mér“ og ég er bara „ó jú ég man alveg eftir þér en manst þú eftir þér!““ Þá fara þeir ekki á meðal fólks án þess að vera stoppaðir, beðnir um mynd eða heyra fólk pískra. „Fólk bara elskar okkur - elskar þetta tríó.“
Æði Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Helgarviðtal Tengdar fréttir „Þú drullaðir yfir mig fyrir framan alla“ Þriðja þáttaröðin af Æði fer í sýningu á Stöð 2 og Stöð 2+ þann 9. september næstkomandi. Patrekur Jaime Binni Glee og Bassi Maraj fara á kostum í þessum raunveruleikaþáttum og bíða margir spenntir eftir frumsýningunni. 1. september 2021 13:31 Æðismenn spá í EM-leiki morgundagsins Strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði spáðu í spilin fyrir leiki morgundagsins í 16-liða úrslitum EM. 27. júní 2021 21:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Kláðamaurinn reyndist ofnæmi fyrir brúnkukremi Bassi Maraj og Patrekur Jamie voru gestir hjá Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty hlaðvarpinu á dögunum. 17. apríl 2021 19:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
„Þú drullaðir yfir mig fyrir framan alla“ Þriðja þáttaröðin af Æði fer í sýningu á Stöð 2 og Stöð 2+ þann 9. september næstkomandi. Patrekur Jaime Binni Glee og Bassi Maraj fara á kostum í þessum raunveruleikaþáttum og bíða margir spenntir eftir frumsýningunni. 1. september 2021 13:31
Æðismenn spá í EM-leiki morgundagsins Strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði spáðu í spilin fyrir leiki morgundagsins í 16-liða úrslitum EM. 27. júní 2021 21:31
Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30
Kláðamaurinn reyndist ofnæmi fyrir brúnkukremi Bassi Maraj og Patrekur Jamie voru gestir hjá Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty hlaðvarpinu á dögunum. 17. apríl 2021 19:00