Öruggt húsnæði fyrir alla Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. september 2021 12:00 Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum. Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikil uppbygging meðal óhagnaðardrifinna leigufélaga sem að býður fólki húsnæði á viðráðanlegu verði. Þannig á húsnæðiskostnaður að jafnaði ekki að vera umfram fjórðung tekna leigjanda og stendur til boða víða um land. Einnig komum við á hlutdeildarlánum sem nýtast ungu og tekjulægra fólki við fyrstu kaup hvar sem er á landinu þar sem ríkið á hlut í eigninni til að byrja með sem að hægt er að innleysa síðar. Í dag er algengt að ungt fólk treysti á að fá stuðning við útborgun í fyrsta húsnæði frá foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram af krafti á komandi kjörtímabili. Að eiga öruggt þak yfir höfuðið eru hin sjálfsögðustu mannréttindi. Það skiptir einnig miklu máli að þessi uppbygging eigi sér stað um land allt svo allir landsmenn eigi sannanlega aðgang að mannsæmandi og öruggu húsnæði á sanngjörnu verði og þar munum við halda áfram að gera enn betur. Veruleikinn er sá að á mörgum landsvæðum duga markaðslögmálin skammt og hefur uppbygging í húsnæðis verið í lágmarki og staðið í stað í ár og áratugi, með tilheyrandi stöðnun í atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Lágt endursöluverð og lágt veðhæfi spila þar stórt hlutverk. Afleiðingin er mikill sogkraftur á höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði á landinu í gegnum árin. Þess vegna munu hlutdeildarlán og almennar leiguíbúðir skipta miklu fyrir jákvæða íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um land allt. Það hvort fólk leigi sitt húsnæði eða eigi á að vera val þess sjálft. Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða fólki upp á ólíka valkosti sem hentar því best hverju sinni. Sá valkostur á að vera til staðar hvort sem um er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd eða í Kópavogi. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum. Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikil uppbygging meðal óhagnaðardrifinna leigufélaga sem að býður fólki húsnæði á viðráðanlegu verði. Þannig á húsnæðiskostnaður að jafnaði ekki að vera umfram fjórðung tekna leigjanda og stendur til boða víða um land. Einnig komum við á hlutdeildarlánum sem nýtast ungu og tekjulægra fólki við fyrstu kaup hvar sem er á landinu þar sem ríkið á hlut í eigninni til að byrja með sem að hægt er að innleysa síðar. Í dag er algengt að ungt fólk treysti á að fá stuðning við útborgun í fyrsta húsnæði frá foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram af krafti á komandi kjörtímabili. Að eiga öruggt þak yfir höfuðið eru hin sjálfsögðustu mannréttindi. Það skiptir einnig miklu máli að þessi uppbygging eigi sér stað um land allt svo allir landsmenn eigi sannanlega aðgang að mannsæmandi og öruggu húsnæði á sanngjörnu verði og þar munum við halda áfram að gera enn betur. Veruleikinn er sá að á mörgum landsvæðum duga markaðslögmálin skammt og hefur uppbygging í húsnæðis verið í lágmarki og staðið í stað í ár og áratugi, með tilheyrandi stöðnun í atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Lágt endursöluverð og lágt veðhæfi spila þar stórt hlutverk. Afleiðingin er mikill sogkraftur á höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði á landinu í gegnum árin. Þess vegna munu hlutdeildarlán og almennar leiguíbúðir skipta miklu fyrir jákvæða íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um land allt. Það hvort fólk leigi sitt húsnæði eða eigi á að vera val þess sjálft. Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða fólki upp á ólíka valkosti sem hentar því best hverju sinni. Sá valkostur á að vera til staðar hvort sem um er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd eða í Kópavogi. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun