Umfjöllun: Osijek - Breiðablik 1-1 | Jafnt í Króatíu þrátt fyrir yfirburði Blika Andri Gíslason skrifar 1. september 2021 18:30 Blikakonur þurfa sigur hér heima í síðari leiknum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mætti NK Osijek frá Króatíu í forkeppni Meistaradeildar kvenna fyrr í dag og þrátt fyrir mikla yfirburði Blikaliðsins var niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Blika. Leikurinn byrjaði tiltölulega rólega en ljóst var frá fyrstu mínútu að Breiðablik væri með töluvert betri einstaklinga í sínu liði. Breiðablik hélt boltanum vel á milli sín og hleyptu þeim króatísku lítið í boltann. Á 24.mínútu leiksins fékk Hildur Antonsdóttir boltann á miðjunni, hún gerði frábærlega áður en hún sendi boltann inn fyrir vörn Osijek. Með smá heppni endaði boltinn inn fyrir þar sem Selma Sól var komin ein í gegn og kláraði hún færið af mikilli fagmennsku. Nokkrum mínútum síðar komst Merjema Medic ein í gegn á móti Telmu í marki Breiðabliks. Medic sem var góð í liði Osijek í dag gerði engin mistök og vippaði boltanum laglega yfir Telmu og staðan orðin 1-1. Blikastelpur voru mun hættulegri eftir þetta og Selma Sól Magnúsdóttir var þar fremst í flokki en hún var virkilega fersk og skapaði hvað mest í liði Blika. Tiffany McCarty fékk líklegast besta færi leiksins þegar Selma Sól átti stórkostlega þversendingu fyrir markið en ójafna í teig Osijek kom í veg fyrir að Tiffany næði skoti á markið og skoppaði boltinn klaufalega í Tiffany og út fyrir. Staðan var 1-1 þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikur var frekar bragðdaufur og fór leikurinn fram aðallega á miðju vallarins fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik. Baráttan var mikil en gæðin ekki eins góð. Agla María Albertsdóttir fékk tvívegis tækifæri til að koma Blikunum yfir en Maja Belaj í marki Osijek átti fínan leik í dag og kom í veg fyrir það. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust heimastelpur aðeins meira inn í leikinn og fengu þær nokkur tækifæri til að skora en Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í marki Breiðabliks. Leikurinn fjaraði svo hægt og rólega út og náði hvorugt liðið að bæta við mörkum. Bæði lið frekar sátt með úrslitin en ég er nokkuð viss um að þær króatísku séu sáttari. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk í dag en það vantaði upp á gæði fyrir framan markið. Blikarnir áttu fyrri hálfleikinn en sá síðari var frekar jafn og jafntefli nokkuð sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Karitas Tómasdóttir var stórkostleg á miðjunni hjá Breiðablik. Það var lítið sem ekkert sem fór í gegnum hana og var virkilega gaman að fylgjast með henni í dag. Selma Sól Magnúsdóttir var einnig virkilega góð og var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks. Í liði Osijek var markaskorarinn Merjema Medic fersk í dag og átti hún marga góða spretti ásamt því að skora glæsilegt mark. Hvað gekk illa? Ég held það sé óhætt að segja að bæði lið voru í vandræðum á síðasta þriðjung vallarins. Völlurinn var ekki upp á sitt besta og gæti það spilað inn í. Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur í seinni leiknum á Kópavogsvelli fimmtudaginn 9.september. Ég hvet alla og ömmur þeirra að kíkja á þann leik og styðja stelpurnar enda mikið í húfi. Það lið sem vinnur þetta einvígi er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu
Breiðablik mætti NK Osijek frá Króatíu í forkeppni Meistaradeildar kvenna fyrr í dag og þrátt fyrir mikla yfirburði Blikaliðsins var niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Blika. Leikurinn byrjaði tiltölulega rólega en ljóst var frá fyrstu mínútu að Breiðablik væri með töluvert betri einstaklinga í sínu liði. Breiðablik hélt boltanum vel á milli sín og hleyptu þeim króatísku lítið í boltann. Á 24.mínútu leiksins fékk Hildur Antonsdóttir boltann á miðjunni, hún gerði frábærlega áður en hún sendi boltann inn fyrir vörn Osijek. Með smá heppni endaði boltinn inn fyrir þar sem Selma Sól var komin ein í gegn og kláraði hún færið af mikilli fagmennsku. Nokkrum mínútum síðar komst Merjema Medic ein í gegn á móti Telmu í marki Breiðabliks. Medic sem var góð í liði Osijek í dag gerði engin mistök og vippaði boltanum laglega yfir Telmu og staðan orðin 1-1. Blikastelpur voru mun hættulegri eftir þetta og Selma Sól Magnúsdóttir var þar fremst í flokki en hún var virkilega fersk og skapaði hvað mest í liði Blika. Tiffany McCarty fékk líklegast besta færi leiksins þegar Selma Sól átti stórkostlega þversendingu fyrir markið en ójafna í teig Osijek kom í veg fyrir að Tiffany næði skoti á markið og skoppaði boltinn klaufalega í Tiffany og út fyrir. Staðan var 1-1 þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikur var frekar bragðdaufur og fór leikurinn fram aðallega á miðju vallarins fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik. Baráttan var mikil en gæðin ekki eins góð. Agla María Albertsdóttir fékk tvívegis tækifæri til að koma Blikunum yfir en Maja Belaj í marki Osijek átti fínan leik í dag og kom í veg fyrir það. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust heimastelpur aðeins meira inn í leikinn og fengu þær nokkur tækifæri til að skora en Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í marki Breiðabliks. Leikurinn fjaraði svo hægt og rólega út og náði hvorugt liðið að bæta við mörkum. Bæði lið frekar sátt með úrslitin en ég er nokkuð viss um að þær króatísku séu sáttari. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk í dag en það vantaði upp á gæði fyrir framan markið. Blikarnir áttu fyrri hálfleikinn en sá síðari var frekar jafn og jafntefli nokkuð sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Karitas Tómasdóttir var stórkostleg á miðjunni hjá Breiðablik. Það var lítið sem ekkert sem fór í gegnum hana og var virkilega gaman að fylgjast með henni í dag. Selma Sól Magnúsdóttir var einnig virkilega góð og var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks. Í liði Osijek var markaskorarinn Merjema Medic fersk í dag og átti hún marga góða spretti ásamt því að skora glæsilegt mark. Hvað gekk illa? Ég held það sé óhætt að segja að bæði lið voru í vandræðum á síðasta þriðjung vallarins. Völlurinn var ekki upp á sitt besta og gæti það spilað inn í. Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur í seinni leiknum á Kópavogsvelli fimmtudaginn 9.september. Ég hvet alla og ömmur þeirra að kíkja á þann leik og styðja stelpurnar enda mikið í húfi. Það lið sem vinnur þetta einvígi er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti