KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 15:26 BBC er á meðal þeirra fjölmiðla sem fjalla um málið í dag. Vísir/Vilhelm/Hjalti BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. Eftir maraþonfundi í Laugardalnum bárust þær fregnir úr höfuðstöðvum KSÍ á sunnudag að Guðni Bergsson væri hættur sem formaður, þremur dögum eftir að hann sagði enga tilkynningu um kynferðisbrot hafi borist sambandinu. Seint á mánudag var svo tilkynnt að stjórn KSÍ væri á leið út. Þá er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, farin í leyfi. Byggt á fréttum íslenskra fjölmiðla Í frétt BBC er málið reifað og vísað í fréttir íslenskra fjölmiðla um málið, þar á meðal viðtal Vísis við Þórhildi Gyðu sem birtist á laugardag, þar sem hún sagði að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Aðalefni fréttar BBC eru orð Katrínar Jakobsdóttur um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem hún sagði að það væri dapurlegt að fylgjast með þeirri atburðarrás sem farið hafi af stað vegna málsins. Sagði hún mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin myndi læra af málinu og gera það sem hún gæti gert til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni. Þá er stuttlega fjallað um hlut Guðna Bergssonar í málinu í frétt BBC, og hvernig hann hafi sagt af sér eftir að hafa sagt í viðtali að KSÍ hafi ekki borist neinar tilkynnigar um kynferðisofbeldi. Guðni er vel þekktur í Bretlandi enda á hann að baki langan og farsælan feril sem knattspyrnumaður með enskum félagsliðum. Bandaríski fjölmiðillinn NPR fjallaði einnig um málið í gær á samskonar hátt og BBC. Er málið reifað og vísað í fréttir íslenskra fjölmiðla. Þá hefur ríkisútvarp Írlands, RTE, fjallað um málið á vefsíðu miðilsins, á sama hátt og BBC og NPR, auk þess sem að fjallað er um málið á vef Mirror. Fjölmiðlar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16 Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53 Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1. september 2021 08:27 Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31. ágúst 2021 23:38 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. Eftir maraþonfundi í Laugardalnum bárust þær fregnir úr höfuðstöðvum KSÍ á sunnudag að Guðni Bergsson væri hættur sem formaður, þremur dögum eftir að hann sagði enga tilkynningu um kynferðisbrot hafi borist sambandinu. Seint á mánudag var svo tilkynnt að stjórn KSÍ væri á leið út. Þá er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, farin í leyfi. Byggt á fréttum íslenskra fjölmiðla Í frétt BBC er málið reifað og vísað í fréttir íslenskra fjölmiðla um málið, þar á meðal viðtal Vísis við Þórhildi Gyðu sem birtist á laugardag, þar sem hún sagði að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Aðalefni fréttar BBC eru orð Katrínar Jakobsdóttur um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem hún sagði að það væri dapurlegt að fylgjast með þeirri atburðarrás sem farið hafi af stað vegna málsins. Sagði hún mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin myndi læra af málinu og gera það sem hún gæti gert til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni. Þá er stuttlega fjallað um hlut Guðna Bergssonar í málinu í frétt BBC, og hvernig hann hafi sagt af sér eftir að hafa sagt í viðtali að KSÍ hafi ekki borist neinar tilkynnigar um kynferðisofbeldi. Guðni er vel þekktur í Bretlandi enda á hann að baki langan og farsælan feril sem knattspyrnumaður með enskum félagsliðum. Bandaríski fjölmiðillinn NPR fjallaði einnig um málið í gær á samskonar hátt og BBC. Er málið reifað og vísað í fréttir íslenskra fjölmiðla. Þá hefur ríkisútvarp Írlands, RTE, fjallað um málið á vefsíðu miðilsins, á sama hátt og BBC og NPR, auk þess sem að fjallað er um málið á vef Mirror.
Fjölmiðlar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16 Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53 Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1. september 2021 08:27 Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31. ágúst 2021 23:38 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16
Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53
Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1. september 2021 08:27
Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31. ágúst 2021 23:38