Þetta kemur fram á vef Landspítalans þar sem farið er yfir stöðuna á spítalanum vegna Covid-19. Þar segir að af þessum tíu sem liggja inni séu þrír óbólusettir, enginn hálfbólusettur.
Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 66 ár. 805 sjúklingar, þar af 220 börn, eru undir eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans. Einn er metinn rauður en sextán gulir sem þýðir að þeir þurfa á nánari eftirliti en aðrir.
Alls hafa 95 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Sextán hafa þurft gjörgæslustuðning.
Síðasta sólarhringinn greindust 67 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 38 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 29 var utan sóttkvíar.