Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Hlaup er hafið í Skaftá og hafa almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna hættu á brennisteinsmengun. Kristján Már Unnarsson er kominn á vettvang og sýnir frá aðstæðum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Framkvæmdastjóri KSÍ er farin í leyfi eftir háværa kröfu um afsögn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og farið yfir yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. Hann kannast hvorki við að hafa beitt konur ofbeldi né áreitt en biðst þó afsökunar á hegðun sinni.

Stærstu matvöruverslanir landsins hafa afnumið grímuskyldu og í fréttatímanum verður rætt við viðskiptavini um breytinguna en margir hyggjast áfram nota grímu í búðinni. Framkvæmdastjóri segir fólki treystandi til þess að meta aðstæður.

Þá tökum við stöðuna á utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hittum köttinn Diego – sem er sagður meðal frægustu ferfætlinga landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×