Fótbolti

Lyon í fínni stöðu í Meistaradeildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lyon fagnaði sigri í kvöld og er skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Lyon fagnaði sigri í kvöld og er skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildarinnar. EPA-EFE/Gabriel Bouys

Lyon, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann 2-1 sigur á Levante frá Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Spáni í kvöld. Liðin mætast að nýju í Frakklandi eftir viku.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í liði Lyon í kvöld frekar en undanfarnar vikur en hún er ólétt og töluvert í að hún snúi aftur á völlinn.

Markalaust var allt fram á 80. mínútu leiksins þegar Melvine Malard kom Lyon yfir. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Perle Morroni forskot Lyon áður en hin brasilíska Giovanna Crivelari minnkaði muninn fyrir Levante.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og Lyon vann 2-1 sigur. Liðið fer því með eins marks forskot í síðari leik liðanna sem fer fram í Frakklandi í næstu viku. Þar verður Lyon án varnarmannsins Selmu Bacha sem fékk að líta rautt spjald í uppbótartíma í kvöld.


Tengdar fréttir

Svava og stöllur í ágætis stöðu þrátt fyrir tap

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu 25 mínúturnar er lið hennar Bordeaux frá Frakklandi tapaði 3-2 fyrir þýska stórliðinu Wolfsburg í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×