Ólympíuleikarnir og aðstaða frjálsíþróttafólks í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. september 2021 12:02 Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun