Efling iðn- og tæknináms – eða hvað? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 2. september 2021 13:30 Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun