Rúnar Páll um leikina þrjá sem eftir eru hjá Fylki: Það eru úrslitaleikir framundan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2021 07:30 Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis, segir að hann eigi erfitt en spennandi verkefni fyrir höndum. Mynd/skjáskot Rúnar Páll Sigmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, en hann fær það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli. Liðið hefur 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Fylkir á eftir að mæta KA, ÍA og Val. „Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira