Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við verðum í beinni útsendingu við Laugardalsvöll þar sem landsleikur Íslands og Rúmeníu fer fram í kvöld. Efnt var til samstöðufundar við völlinn nú síðdegis vegna ofbeldismála sem hafa skekið knattspyrnuhreyfinguna.
Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki en veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Við sýnum frá svæðinu og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig skoðum við breytingar sem til stendur að gera á göngugötum í miðborginni og kynnum okkur nýja ABBA-smelli sem hljómsveitin gaf út í dag eftir fjörutíu ára hlé.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.