Ósannfærandi Ítalir slógu heimsmet Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 20:45 Jorginho brást bogalistin af punktinum. Claudio Villa/Getty Images Sviss og Ítalía gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í Basel í Sviss í C-riðli undankeppni HM 2022 í fótbolta. Ítalir slógu heimsmet með því að forðast tap. Illa gekk fyrir bæði lið að skora í leiknum en þau fengu þó færi til þess. Besta færið fékk vafalaust Jorginho, miðjumaður Ítalíu sem leikur með Chelsea á Englandi. Ítalir fengu vítaspyrnu á 53. mínútu en Yann Sommer, markvörður Sviss, varði afar slaka spyrnu hans. Hvorugu liðinu tókst að setja mark sitt á leikinn og lauk honum því með markalausu jafntefli. Ítalía hefur ekki verið sannfærandi í þessum landsleikjaglugga eftir að hafa unnið EM í sumar. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Búlgaríu á fimmtudag fyrir jafntefli kvöldsins. Þrátt fyrir það tókst þeim að bæta heimsmet yfir flesta leiki spilaða í röð án taps. Leikurinn í kvöld var sá 36. hjá Ítalíu í röð þar sem þeim tekst að forðast tap og bæta þeir þannig fyrra met sem Spánn og Brasilía deildu. Ítalir eru á toppi riðilsins með ellefu stig eftir fimm leiki en Sviss geta hirt sætið af þeim þar sem þeir eru með sjö stig eftir þrjá leiki í öðru sætinu. Búlgaría vann 1-0 sigur á Litáen fyrr í dag og er með fimm stig eftir fimm leiki í þriðja sæti, stigi á undan Norður-Írlandi sem er með fjögur eftir þrjá leiki. Litáen hefur spilað fjóra leiki og er án stiga. Ítalía fær Litáen í heimsókn á miðvikudag en Norður-Írland mætir Sviss í Belfast. HM 2022 í Katar
Sviss og Ítalía gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í Basel í Sviss í C-riðli undankeppni HM 2022 í fótbolta. Ítalir slógu heimsmet með því að forðast tap. Illa gekk fyrir bæði lið að skora í leiknum en þau fengu þó færi til þess. Besta færið fékk vafalaust Jorginho, miðjumaður Ítalíu sem leikur með Chelsea á Englandi. Ítalir fengu vítaspyrnu á 53. mínútu en Yann Sommer, markvörður Sviss, varði afar slaka spyrnu hans. Hvorugu liðinu tókst að setja mark sitt á leikinn og lauk honum því með markalausu jafntefli. Ítalía hefur ekki verið sannfærandi í þessum landsleikjaglugga eftir að hafa unnið EM í sumar. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Búlgaríu á fimmtudag fyrir jafntefli kvöldsins. Þrátt fyrir það tókst þeim að bæta heimsmet yfir flesta leiki spilaða í röð án taps. Leikurinn í kvöld var sá 36. hjá Ítalíu í röð þar sem þeim tekst að forðast tap og bæta þeir þannig fyrra met sem Spánn og Brasilía deildu. Ítalir eru á toppi riðilsins með ellefu stig eftir fimm leiki en Sviss geta hirt sætið af þeim þar sem þeir eru með sjö stig eftir þrjá leiki í öðru sætinu. Búlgaría vann 1-0 sigur á Litáen fyrr í dag og er með fimm stig eftir fimm leiki í þriðja sæti, stigi á undan Norður-Írlandi sem er með fjögur eftir þrjá leiki. Litáen hefur spilað fjóra leiki og er án stiga. Ítalía fær Litáen í heimsókn á miðvikudag en Norður-Írland mætir Sviss í Belfast.