Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 09:33 Glúmur fer ófögrum orðum um Þórhildi Sunnu á Facebook. Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina. Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira