Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Snorri Másson skrifar 4. september 2021 19:00 Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls á hálendi Íslands. Mikel Bilbao/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“ Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“
Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58