Innlent

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna hlutarins, sem reyndist ekki vera handsprengja.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna hlutarins, sem reyndist ekki vera handsprengja. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Þetta staðfestir Jóhannes Harðarson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu.

„Það eru ekki teknir neinir sénsar með svoleiðis. Við virkjum ákveðið verklag og störfum samkvæmt því. Svæðið er rýmt til öryggis og sérsveit kölluð til,“ segir Jóhannes.

Þegar sérfræðingur sérsveitarinnar hafði skoðað hlutinn, sem sagður var líkjast handsprengju, kom í ljós að um hættulausan mun var að ræða. Lögregla getur þó ekki gefið upp um hvers kyns hlut var að ræða.

„Eigandi töskunnar var bara tekinn til hliðar meðan það var verið að vinna í málinu en þetta er bara búið núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×