Talibanar sakaðir um að myrða ólétta lögreglukonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 18:26 Banu Negar starfaði sem lögreglukona í Afganistan. Negar-fjölskyldan Vígamenn Talibana í Afganistan hafa verið sakaðir um að hafa skotið ólétta lögreglukonu til bana. Konan er sögð hafa verið komin átta mánuði á leið. BBC greinir frá og hefur eftir vitnum að ódæðinu. Í frétt BBC segir að staðarmiðlar í Afganistan segir að konan, Banu Negar, hafi verið skotin á fjölskylduheimili hennar fyrir framan fjölskyldu hennar. Ódæðið átti sér stað í Firozkoh, höfuðborg Ghor-héraðs í miðhluta Afganistan. Í frétt BBC segir að ekki liggi ljóst fyrir hvað hafi nákvæmlega átt sér stað. Hins vegar hafi þrír heimildarmenn BBC greint frá því að vígamenn á vegum Talibana hafa barið og skotið Negar fyrir framan eiginmann hennar og börn. Árásin er sögð hafa átt sér stað í gær. Fjölskyldan segir hana hafa verið komna átta mánuði á leið. Talsmaður Talibana segir að vígamenn á vegum þeirra hafi ekki verið að verki þegar Negar var myrt. Talibanar hafi fengið upplýsingar um ódæðið og verið sé að rannsaka málið. Framtíð kvenna í Afganistan hefur verið sögð dökk eftir að Talibanar náðu völdum á landinu á ný, tuttugu árum eftir að þeim var komið frá völdum eftir innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Margir óttast að þetta verði veruleiki kvenna nú eftir að Talibanar hafa tekið völdin. Afganistan Tengdar fréttir Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Biden ver ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti varði þá ákvörðun að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. 1. september 2021 07:37 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
BBC greinir frá og hefur eftir vitnum að ódæðinu. Í frétt BBC segir að staðarmiðlar í Afganistan segir að konan, Banu Negar, hafi verið skotin á fjölskylduheimili hennar fyrir framan fjölskyldu hennar. Ódæðið átti sér stað í Firozkoh, höfuðborg Ghor-héraðs í miðhluta Afganistan. Í frétt BBC segir að ekki liggi ljóst fyrir hvað hafi nákvæmlega átt sér stað. Hins vegar hafi þrír heimildarmenn BBC greint frá því að vígamenn á vegum Talibana hafa barið og skotið Negar fyrir framan eiginmann hennar og börn. Árásin er sögð hafa átt sér stað í gær. Fjölskyldan segir hana hafa verið komna átta mánuði á leið. Talsmaður Talibana segir að vígamenn á vegum þeirra hafi ekki verið að verki þegar Negar var myrt. Talibanar hafi fengið upplýsingar um ódæðið og verið sé að rannsaka málið. Framtíð kvenna í Afganistan hefur verið sögð dökk eftir að Talibanar náðu völdum á landinu á ný, tuttugu árum eftir að þeim var komið frá völdum eftir innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Margir óttast að þetta verði veruleiki kvenna nú eftir að Talibanar hafa tekið völdin.
Afganistan Tengdar fréttir Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Biden ver ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti varði þá ákvörðun að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. 1. september 2021 07:37 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45
Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40
Biden ver ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti varði þá ákvörðun að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. 1. september 2021 07:37