Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Snorri Másson skrifar 5. september 2021 20:01 Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti. Vísir/RAX Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07