Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 23:01 Mikið gekk á. MB Media/Getty Images Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví. HM 2022 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira