Hamilton segir Red Bull vera í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 09:02 Hamilton baðar Verstappen í kampavíni eftir sigur þess síðarnefnda í Hollandi. Boris Streubel/Getty Images Lewis Hamilton segir Max Verstappen og lið hans Red Bull vera í sérflokki í Formúlu 1 eins og staðan er í dag. Verstappen leiðir nú með þremur stigum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Hollendingurinn Max Verstappen sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Zandvoort í Hollandi. Verstappen keyrði nær fullkomlega og kom fyrstur í mark þó svo að Hamilton hafi „gefið allt sem hann átti“ til að reyna koma í veg fyrir sigur Hollendingsins fljúgandi. After a dream home race, @Max33Verstappen has re-taken the lead in the championship! And there's been a bit of reshuffle behind too #DutchGP #F1 pic.twitter.com/ebnJGKxc6S— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 „Ég var að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat en hann var of fljótur í dag. Þeir (Red Bull) voru í sérflokki í dag, þeir keyrðu flesta hringina á getustigi sem við gátum ekki náð,“ sagði Hamilton í viðtali að kappakstrinum loknum. „Þeir uppfærðu bílinn fyrir síðasta kappakstur og bara vá, þeir eru fljótir. Þeir hafa ekki verið svona hraðir á árinu til þessa held ég. Ég tel að þeir hafi tekið skref fram á við,“ bætti hann við. Lewis Hamilton hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þar á meðal síðustu fjögur ár, en nú virðist sem Verstappen ætli að stela krúnu hans. What. A. Weekend. #DutchGP #F1 pic.twitter.com/TnOQ7DAEiK— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Zandvoort í Hollandi. Verstappen keyrði nær fullkomlega og kom fyrstur í mark þó svo að Hamilton hafi „gefið allt sem hann átti“ til að reyna koma í veg fyrir sigur Hollendingsins fljúgandi. After a dream home race, @Max33Verstappen has re-taken the lead in the championship! And there's been a bit of reshuffle behind too #DutchGP #F1 pic.twitter.com/ebnJGKxc6S— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 „Ég var að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat en hann var of fljótur í dag. Þeir (Red Bull) voru í sérflokki í dag, þeir keyrðu flesta hringina á getustigi sem við gátum ekki náð,“ sagði Hamilton í viðtali að kappakstrinum loknum. „Þeir uppfærðu bílinn fyrir síðasta kappakstur og bara vá, þeir eru fljótir. Þeir hafa ekki verið svona hraðir á árinu til þessa held ég. Ég tel að þeir hafi tekið skref fram á við,“ bætti hann við. Lewis Hamilton hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þar á meðal síðustu fjögur ár, en nú virðist sem Verstappen ætli að stela krúnu hans. What. A. Weekend. #DutchGP #F1 pic.twitter.com/TnOQ7DAEiK— Formula 1 (@F1) September 6, 2021
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira