Bæta við fjórum hólfum og selja 800 miða á leikinn við Þýskaland Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 10:01 Tæplega 2.000 áhorfendur sáu Ísland tapa 2-0 gegn Rúmeníu og gera 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu. vísir/vilhelm Nú í hádeginu fara í sölu 800 miðar á leik Íslands gegn stórliði Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta. Leikurinn er á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld. Íslenska liðið hefur leikið gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu fyrir framan tæplega 2.000 manns í síðustu leikjum. Í boði voru 2.200 sæti sem skiptust á milli ellefu sóttvarnahólfa, í samræmi við lög um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Miðarnir 2.200 á leikinn við Þýskaland seldust fljótt en nú hefur verið ákveðið að bæta við fjórum hólfum í austurstúkunni á Laugardalsvelli. Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður samskiptadeildar KSÍ, segir að fyrir leikina þrjá hafi verið búið að teikna upp talsvert fleiri sóttvarnahólf á Laugardalsvelli en hafi verið nýtt í leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Hins vegar hafi óvissa um hugsanlegar hópamyndanir í biðröðum við innganga, salerni og veitingasölu valdið því að ekki voru fleiri hólf en ellefu. Áhuginn á leikjunum reyndist svo ekki slíkur að það kæmi að sök. Áhuginn á leiknum við Þýskaland er hins vegar meiri og í ljósi góðrar reynslu af því hvernig til tókst í gær og á fimmtudaginn gegn Rúmeníu ákvað KSÍ að fjölga áhorfendahólfum. Því verða miðar seldir í fjögur 200 manna hólf í dag og hugsanlegt er að fleiri miðum verði bætt við til sölu í vesturstúkunni ef áhugi reynist fyrir því. Þjóðverjar mæta til Íslands með höfuðið hátt eftir 6-0 sigur gegn Armeníu í Stuttgart í gær. Þeir eru nú efstir í J-riðli með 12 stig en Ísland er í 5. sæti með 4 stig, nú þegar undankeppnin er hálfnuð. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Íslenska liðið hefur leikið gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu fyrir framan tæplega 2.000 manns í síðustu leikjum. Í boði voru 2.200 sæti sem skiptust á milli ellefu sóttvarnahólfa, í samræmi við lög um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Miðarnir 2.200 á leikinn við Þýskaland seldust fljótt en nú hefur verið ákveðið að bæta við fjórum hólfum í austurstúkunni á Laugardalsvelli. Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður samskiptadeildar KSÍ, segir að fyrir leikina þrjá hafi verið búið að teikna upp talsvert fleiri sóttvarnahólf á Laugardalsvelli en hafi verið nýtt í leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Hins vegar hafi óvissa um hugsanlegar hópamyndanir í biðröðum við innganga, salerni og veitingasölu valdið því að ekki voru fleiri hólf en ellefu. Áhuginn á leikjunum reyndist svo ekki slíkur að það kæmi að sök. Áhuginn á leiknum við Þýskaland er hins vegar meiri og í ljósi góðrar reynslu af því hvernig til tókst í gær og á fimmtudaginn gegn Rúmeníu ákvað KSÍ að fjölga áhorfendahólfum. Því verða miðar seldir í fjögur 200 manna hólf í dag og hugsanlegt er að fleiri miðum verði bætt við til sölu í vesturstúkunni ef áhugi reynist fyrir því. Þjóðverjar mæta til Íslands með höfuðið hátt eftir 6-0 sigur gegn Armeníu í Stuttgart í gær. Þeir eru nú efstir í J-riðli með 12 stig en Ísland er í 5. sæti með 4 stig, nú þegar undankeppnin er hálfnuð.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira