Fimm nýir kjörstaðir í Reykjavík og breytt kjördæmamörkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2021 10:29 Höfðatorg er einn af fimm nýjum kjörstöðum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og bætast fimm nýir kjörstaðir við í þessum kosningum. Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga. Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga.
Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira