Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. september 2021 11:59 Skaftárhlaup Vísir/RAX Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. „Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01