Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kreditkorti mömmu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:55 Maðurinn sveik út vörur meðal annars hjá Bónus og Nova. Vísir Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra. Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin. Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin.
Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira