Að skilja sjálfsvíg Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2021 08:31 Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Arna Pálsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar