Í tilkynningu segir að UFS standi fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (á ensku ESG).
„Eva Margrét er einn reyndasti ráðgjafi landsins á þessu sviði. Hún hefur um árabil sinnt ráðgjöf til fyrirtækja, m.a. á sviði sjálfbærni og ófjárhagslegrar upplýsingagjafar, ábyrgra fjárfestinga, grænna skuldabréfa og fleiri tegundum sjálfbærrar fjármögnunar.
Eva Margrét er ekki ókunn hjá LEX lögmannsstofu en hún var lögmaður og einn eigenda stofunnar á árunum 2006-2013. Í kjölfarið starfaði hún sem lögmaður hjá Arion banka og vann þar m.a. við fjármögnun bankans, skráningu hans á markað og mótun stefnu í ábyrgum fjárfestingum.
Þá var Eva framkvæmdastjóri og einn af stofnendum RoadMap, nýsköpunarfyrirtækis í ráðgjöf í sjálfbærni og góðum stjórnarháttum. Hún veitti á tímabili forstöðu skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel og starfaði sem lögfræðingur og nefndaritari hjá nefndasviði Alþingis.
Eva Margrét er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M gráðu frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, auk þess sem hún hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School á Spáni. Hún er gift Kolbeini Árnasyni, skrifstofustjóra og eiga þau eina dóttur,“ segir í tilkynningunni.