Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 14:50 Allt að 500 manns eru talin hafa safnast saman í Kabúl í dag til mótmæla gegn Talibönum og stjórnvöldum í Pakistan. Talibanar, sem hafa tekið öll völd í Afganistan, skutu að mótmælendum og stökktu þeim á flótta. Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði. Allt að 500 manns höfðu safnast saman utan við sendiráð Pakistans í borginni, þar af tugir kvenna, til að mótmæla afskiptum stjórnvalda í Islamabad af innanríkismálum í Afganistan. Mótmælendur sökuðu Pakistan um að hafa aðstoðað Talibana við að leggja undir sig Panjshir-dal með leiftursókn í gær, en það var síðasta hérað landsins sem veitti Talibönum mótspyrnu. Áður höfðu Talibanar barið niður mótmæli á laugardag, en þegar samkoman í dag færði sig um set og fór að nálgast forsetahöllina, hófu þeir skothríð og stökktu fólki á flótta. Fram kemur í frétt AP að enn séu hundruð Afgana að freista þess að komast úr landinu, meðal annars bíði 2.000 manns í borginni Mazar-e-Sharif eftir að komast um borð í fjórar farþegaþotur sem þar eru. Talibanar hafa heitið því að hleypa úr landi öllum þeim sem hafa vegabréfsáritanir, en óvíst er hvort þessi hópur uppfylli það skilyrði. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samningaviðræður hafi staðið yfir við Talibana um áframhaldandi brottflutninga á næstunni. A member of the Taliban forces points his gun at protesters, as Afghan demonstrators shout slogans during an anti-Pakistan protest, near the Pakistan embassy in Kabul, Afghanistan September 7, 2021. REUTERS pic.twitter.com/X2M9TkfL8L— Idrees Ali (@idreesali114) September 7, 2021 Afganistan Tengdar fréttir Lofar andspyrnu gegn Talibönum Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram. 6. september 2021 15:56 Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6. september 2021 06:49 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Allt að 500 manns höfðu safnast saman utan við sendiráð Pakistans í borginni, þar af tugir kvenna, til að mótmæla afskiptum stjórnvalda í Islamabad af innanríkismálum í Afganistan. Mótmælendur sökuðu Pakistan um að hafa aðstoðað Talibana við að leggja undir sig Panjshir-dal með leiftursókn í gær, en það var síðasta hérað landsins sem veitti Talibönum mótspyrnu. Áður höfðu Talibanar barið niður mótmæli á laugardag, en þegar samkoman í dag færði sig um set og fór að nálgast forsetahöllina, hófu þeir skothríð og stökktu fólki á flótta. Fram kemur í frétt AP að enn séu hundruð Afgana að freista þess að komast úr landinu, meðal annars bíði 2.000 manns í borginni Mazar-e-Sharif eftir að komast um borð í fjórar farþegaþotur sem þar eru. Talibanar hafa heitið því að hleypa úr landi öllum þeim sem hafa vegabréfsáritanir, en óvíst er hvort þessi hópur uppfylli það skilyrði. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samningaviðræður hafi staðið yfir við Talibana um áframhaldandi brottflutninga á næstunni. A member of the Taliban forces points his gun at protesters, as Afghan demonstrators shout slogans during an anti-Pakistan protest, near the Pakistan embassy in Kabul, Afghanistan September 7, 2021. REUTERS pic.twitter.com/X2M9TkfL8L— Idrees Ali (@idreesali114) September 7, 2021
Afganistan Tengdar fréttir Lofar andspyrnu gegn Talibönum Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram. 6. september 2021 15:56 Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6. september 2021 06:49 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lofar andspyrnu gegn Talibönum Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram. 6. september 2021 15:56
Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6. september 2021 06:49
Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40
Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40