Göngugötur Regnbogans Líf Magneudóttir skrifar 7. september 2021 16:01 Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Hinsegin Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun