Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2021 17:57 Slökkviliðsmaður dælir vatni á brennandi skóg við Ribas de Sil í Galisíu. Vísir/EPA Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla. Fyrst varð vart við eldinn nærri smábænum Ribas de Sil síðdegis í gær. Vegum og járnbrautarsporum var lokað vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manuel Rodríguez, umhverfisstjóri á svæðinu, sagði fjölmiðum í dag að eldurinn hafi klárlega verið kveiktur vísvitandi. Rannsakendur hafi fundið merki um að eldurinn hafi kviknað á nokkrum stöðum samtímis. „Hver sá sem gerði þetta vissi fullvel að þetta ætti eftir að valda miklu tjóni,“ sagði Rodríguez. Nú þegar hafa um þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð. Íbúar í þorpinu Rairos voru varaðir við því að eldurinn gæti náð þangað en ekki er talið að hús þar séu í hættu að svo stöddu. Neyðarsveitir spænska hersins sendu liðsauka til að berjast við eldinn. Nú reyna 49 teymi slökkviliðsmanna, átta flugvélar og fjórtán þyrlur að ráða niðurlögum hans. Heitt og þurrt veður hafa torveldað slökkvistarfið en auk þess lágu fjarskipti niðri í gærkvöldi. Gróðureldar hafa nú brunnið á meira en 74.200 hekturum á Spáni á þessu ári. Það er meira en meðaltal síðustu tíu ára en töluvert frá þeim 190.000 hekturum sem brunnu metárið 2012. Sjö af tíu hlýjustu árum frá upphafi mælingar á Spáni hafa orðið síðasta áratuginn. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fyrst varð vart við eldinn nærri smábænum Ribas de Sil síðdegis í gær. Vegum og járnbrautarsporum var lokað vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manuel Rodríguez, umhverfisstjóri á svæðinu, sagði fjölmiðum í dag að eldurinn hafi klárlega verið kveiktur vísvitandi. Rannsakendur hafi fundið merki um að eldurinn hafi kviknað á nokkrum stöðum samtímis. „Hver sá sem gerði þetta vissi fullvel að þetta ætti eftir að valda miklu tjóni,“ sagði Rodríguez. Nú þegar hafa um þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð. Íbúar í þorpinu Rairos voru varaðir við því að eldurinn gæti náð þangað en ekki er talið að hús þar séu í hættu að svo stöddu. Neyðarsveitir spænska hersins sendu liðsauka til að berjast við eldinn. Nú reyna 49 teymi slökkviliðsmanna, átta flugvélar og fjórtán þyrlur að ráða niðurlögum hans. Heitt og þurrt veður hafa torveldað slökkvistarfið en auk þess lágu fjarskipti niðri í gærkvöldi. Gróðureldar hafa nú brunnið á meira en 74.200 hekturum á Spáni á þessu ári. Það er meira en meðaltal síðustu tíu ára en töluvert frá þeim 190.000 hekturum sem brunnu metárið 2012. Sjö af tíu hlýjustu árum frá upphafi mælingar á Spáni hafa orðið síðasta áratuginn.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira