Forvarnir eru lykilatriði í heilbrigðisþjónustu framtíðar Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2021 11:01 Ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum er öldrun þjóðarinnar og það fyrirsjáanlega álag sem hún mun valda í velferðarkerfinu. Mikið var fjallað um öldrunarmál frá mörgum sjónarhornum á heilbrigðisþingi í lok ágúst. Ljóst er ef kerfið á ekki að sligast undan álaginu þá eru forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir lykilatriði. Þar mun sjúkraþjálfun leika stórt hlutverk. Önnur áskorun eru lífstílssjúkdómar og afleiðingar hreyfingarleysis á heilbrigðiskerfið. Nú þegar ber mjög á lífstílssjúkdómum hjá fjölda fólks, allt niður í börn og unglinga. og munu þeir verða vaxandi vandamál þegar þessar yngstu kynslóðir okkar eldast. Því er brýnt að hér á landi sé fjölmennur hópur sjúkraþjálfara sem bæði hefur þekkingu á sjúkdómafræðinni og þjálfunarfræðinni og getur aðstoðað fólk við að koma sínum málum í betra horf. Í þriðja lagi er fólk að átta sig á því hversu gríðarlega stórt hlutverk sjúkraþjálfun gegnir í krabbabeinsmeðferð og ekki síður eftir meðferð. Hér áður fyrr átti fólk bara að vera þakklátt fyrir að ná bata. Vaxandi vitund er um nauðsyn endurhæfingar hjá þessum hópi fólks. Sjúkraþjálfarar fá nú til sín fólk á öllum aldri sem þarf að ná fyrri þrótti, þreki og lífsgæðum og þarna er þörfin að springa út. Endurhæfing eftir Covid-19 Nýjasti vinkillinn hjá sjúkraþjálfurum er endurhæfing eftir Covid-19. Íslenskir sjúkraþjálfarar fylgjast vel með niðurstöðum allra rannsókna sem eru að koma fram. Þar hefur komið í ljós að aðstæður fólks sem hefur fengið Covid eru sérstakar að því leyti að þar kemur inn óvæntur síþreytuþáttur. Þetta þarf að hafa ofarlega í huga í endurhæfingu þessa hóps. Það fylgja þessu sérstök langvarandi einkenni sem eru ólík þeim sem eru til dæmis vegna lífstílssjúkdóma eða eftir krabbameinsmeðferð. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september Af þessu sökum er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, sem haldinn er hátíðlegur í dag, 8. september, tileinkaður endurhæfingu í kjölfar Covid-19. Það er vel við hæfi, enda hefur ekkert haft eins gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfi alls heimsins á síðari tímum. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur unnið þrekvirki við að annast þá sem veikst hafa og rétt er að benda á að þar hafa sjúkraþjálfarar, sem hafa sérhæft sig í lungnasjúkraþjálfun, unnið markvert starf á gjörgæsludeildum um allan heim, þ.á.m. hér á Landspítalanum. Nú er hins vegar komið að endurhæfingu margra þeirra og það verður eflaust margra ára verkefni allra endurhæfingarstétta. Tækifæri sem mega ekki glatast Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks og fatlaðra fyrir umfangsmeiri og miklu dýrari þjónustu. Sjúkraþjálfun hefur gríðarlegt forvarnargildi og þó svo að stór hópur eldri borgara og langveikra geti nýtt sér líkamsrækt sem stendur öllum til boða, þá er mikilvægt að fólk fái notið heilsueflingar sjúkraþjálfara, sem með þekkingu á sjúkdómum og/eða einkennum viðkomandi geta samþætt heilsueflingu og heilsufarsástand viðkomandi. Eitt stærsta tækifæri framtíðar er fjarheilbrigðisþjónusta. Efling fjarsjúkraþjálfunar er nauðsyn. Það er ljóst að hvorki verður nægur mannafli né fjármunir í framtíðinni til að sinna öllum í beinni, staðbundinni þjónustu í framtíðinni og því er brýnt að þessi þáttur þjónustunnar verði stórefldur. Það er spennandi þróun í sambandi við þennan vaxandi hóp aldraðra að eftir því sem árin líða verður þetta fólk sífellt leiknara í tæknilausnum. Lykillinn að aukinni endurhæfingarþjónustu við eldri borgara liggur í því að færa þjónustu eins og fræðslu, leiðbeiningar og eftirfylgni að einhverju leiti í fjarþjónustu. Í þessum efnum felst stórt tækifæri sem má ekki glatast Samningslaust við sjúkraþjálfara Rétt er í lokin að benda á að ekki hefur verið samningur í gildi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara síðan í janúar 2020. Brýnt er að tryggja fjármagn sem gerir Sjúkratryggingum Íslands kleyft að gera ásættanlega samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um þjónustu þeirra. Ljóst er að þörfin á þjónustu sjúkraþjálfara mun aukast á næstu árum og áratugum og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni þörf á sjúkraþjálfun á fjárlögum. Hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér til baka í auknum lífsgæðum og þjóðhagslegum verðmætum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum er öldrun þjóðarinnar og það fyrirsjáanlega álag sem hún mun valda í velferðarkerfinu. Mikið var fjallað um öldrunarmál frá mörgum sjónarhornum á heilbrigðisþingi í lok ágúst. Ljóst er ef kerfið á ekki að sligast undan álaginu þá eru forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir lykilatriði. Þar mun sjúkraþjálfun leika stórt hlutverk. Önnur áskorun eru lífstílssjúkdómar og afleiðingar hreyfingarleysis á heilbrigðiskerfið. Nú þegar ber mjög á lífstílssjúkdómum hjá fjölda fólks, allt niður í börn og unglinga. og munu þeir verða vaxandi vandamál þegar þessar yngstu kynslóðir okkar eldast. Því er brýnt að hér á landi sé fjölmennur hópur sjúkraþjálfara sem bæði hefur þekkingu á sjúkdómafræðinni og þjálfunarfræðinni og getur aðstoðað fólk við að koma sínum málum í betra horf. Í þriðja lagi er fólk að átta sig á því hversu gríðarlega stórt hlutverk sjúkraþjálfun gegnir í krabbabeinsmeðferð og ekki síður eftir meðferð. Hér áður fyrr átti fólk bara að vera þakklátt fyrir að ná bata. Vaxandi vitund er um nauðsyn endurhæfingar hjá þessum hópi fólks. Sjúkraþjálfarar fá nú til sín fólk á öllum aldri sem þarf að ná fyrri þrótti, þreki og lífsgæðum og þarna er þörfin að springa út. Endurhæfing eftir Covid-19 Nýjasti vinkillinn hjá sjúkraþjálfurum er endurhæfing eftir Covid-19. Íslenskir sjúkraþjálfarar fylgjast vel með niðurstöðum allra rannsókna sem eru að koma fram. Þar hefur komið í ljós að aðstæður fólks sem hefur fengið Covid eru sérstakar að því leyti að þar kemur inn óvæntur síþreytuþáttur. Þetta þarf að hafa ofarlega í huga í endurhæfingu þessa hóps. Það fylgja þessu sérstök langvarandi einkenni sem eru ólík þeim sem eru til dæmis vegna lífstílssjúkdóma eða eftir krabbameinsmeðferð. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september Af þessu sökum er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, sem haldinn er hátíðlegur í dag, 8. september, tileinkaður endurhæfingu í kjölfar Covid-19. Það er vel við hæfi, enda hefur ekkert haft eins gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfi alls heimsins á síðari tímum. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur unnið þrekvirki við að annast þá sem veikst hafa og rétt er að benda á að þar hafa sjúkraþjálfarar, sem hafa sérhæft sig í lungnasjúkraþjálfun, unnið markvert starf á gjörgæsludeildum um allan heim, þ.á.m. hér á Landspítalanum. Nú er hins vegar komið að endurhæfingu margra þeirra og það verður eflaust margra ára verkefni allra endurhæfingarstétta. Tækifæri sem mega ekki glatast Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks og fatlaðra fyrir umfangsmeiri og miklu dýrari þjónustu. Sjúkraþjálfun hefur gríðarlegt forvarnargildi og þó svo að stór hópur eldri borgara og langveikra geti nýtt sér líkamsrækt sem stendur öllum til boða, þá er mikilvægt að fólk fái notið heilsueflingar sjúkraþjálfara, sem með þekkingu á sjúkdómum og/eða einkennum viðkomandi geta samþætt heilsueflingu og heilsufarsástand viðkomandi. Eitt stærsta tækifæri framtíðar er fjarheilbrigðisþjónusta. Efling fjarsjúkraþjálfunar er nauðsyn. Það er ljóst að hvorki verður nægur mannafli né fjármunir í framtíðinni til að sinna öllum í beinni, staðbundinni þjónustu í framtíðinni og því er brýnt að þessi þáttur þjónustunnar verði stórefldur. Það er spennandi þróun í sambandi við þennan vaxandi hóp aldraðra að eftir því sem árin líða verður þetta fólk sífellt leiknara í tæknilausnum. Lykillinn að aukinni endurhæfingarþjónustu við eldri borgara liggur í því að færa þjónustu eins og fræðslu, leiðbeiningar og eftirfylgni að einhverju leiti í fjarþjónustu. Í þessum efnum felst stórt tækifæri sem má ekki glatast Samningslaust við sjúkraþjálfara Rétt er í lokin að benda á að ekki hefur verið samningur í gildi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara síðan í janúar 2020. Brýnt er að tryggja fjármagn sem gerir Sjúkratryggingum Íslands kleyft að gera ásættanlega samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um þjónustu þeirra. Ljóst er að þörfin á þjónustu sjúkraþjálfara mun aukast á næstu árum og áratugum og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni þörf á sjúkraþjálfun á fjárlögum. Hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér til baka í auknum lífsgæðum og þjóðhagslegum verðmætum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun