Dómsmálaráðherra gagnrýnir Helga Magnús vararíkissaksóknara Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 12:21 Dómsmálaráðherra minnir á að vararíkissaksóknara verði ekki vikið úr starfi nema með dómi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Hann megi ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23. Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.
Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent