Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2021 14:01 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun Vísir/Egill Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun. Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun.
Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira