Jonni Sigmars og Landsflokkurinn úr leik í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 14:25 Jóhann Sigmarsson, formaður Landsflokksins segir að dómsmálaráðuneytið hafi vísvitandi stuðlað að því að flokkur hans fékk ekki stafinn L og getur ekki boðið fram í komandi Alþingiskosningum. Steingrímur Karlsson Jóhann Sigmarsson, stofnandi Landsflokksins, sem ætíð er kallaður Jonni Sigmars, vandar stjórnvöldum og stjórnsýslu ekki kveðjurnar. Framboð hans hefur verið dæmt úr leik vegna skorts á undirskriftum. „Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
„Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira