„Maður ræður ekki hvenær ástin bankar upp á“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. september 2021 22:01 Hjónin Þorgerður Katrín og Kristján eiga tæplega fjörutíu ára langa ástarsögu. Þau segja umburðarlyndi, þolinmæði og vináttu vera lykilinn að farsælu hjónabandi sínu. Betri helmingurinn Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er flestum kunnug sem alþingiskona. Í dag er hún formaður Viðreisnar og hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2017. Hennar betri helmingur, Kristján Arason, er fyrrverandi handboltakappi og var eitt sinn talinn fjórði besti handboltamaður í heimi. Í dag er hann sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá fyrirtækinu Centra hf. Þau Þorgerður og Kristján voru gestir í 21. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dönsuðu saman á Óðal eitt örlagaríkt sumarkvöld Í þættinum segja þau Þorgerður og Kristján frá því þegar þau kynntust fyrir nær fjörutíu árum síðan. „Systir mín átti góða vinkonu sem var í Hafnarfirði. Hún átti bróður sem er einn besti vinur Kristjáns. Þau eru öll fjórum og fimm árum eldri en ég, en þau tóku litlu stelpuna með sér þarna eitt örlagaríkt kvöld í júní. Við fórum á Óðal og dönsuðum þar,“ segir Þorgerður um þeirra fyrstu kynni. Ástarsaga þeirra hófst þó ekki af alvöru alveg strax, enda segir Þorgerður að Kristján hafi ekki verið eini sæti strákurinn á Óðal það kvöldið. Leiðir þeirra lágu hins vegar saman á ný á Íslandsmóti í útihandbolta árið 1982 þar sem lið Þorgerðar vann kvennaflokkinn og lið Kristjáns vann karlaflokkinn. „Það var mikill fögnuður og húllumhæ á Skiphóli. Kristján sýndi mér herlegheitin og við fórum upp á stöð sem allir Gaflarar og Hafnfirðingar þekkja og hann sýndi mér dýrðina sem þar var. Síðan hef ég bara ekki farið frá Hafnarfirði,“ segir Þorgerður. Kristján er fjórum árum eldri en Þorgerður og fannst foreldrum hennar það heldur stórt skref að hún væri komin með kærasta - og hvað þá eldri mann. „Ég kynntist Kristjáni mjög ung en maður ræður ekki hvenær ástin bankar upp á.“ „Hann er rosalega góður í að lesa mig“ Saman eiga þau þrjú börn og segja þau lykilinn að farsælu sambandi þeirra vera umburðarlyndi, þolinmæði og vinskap. „Við erum svolítið sjálfstæð í okkar sambandi. Hann gerir sitt og ég geri mitt. Hann skynjar það oft að stundum er maður að pæla alls konar hluti og hann áttar sig algjörlega á því þegar ég þarf bara að vera ein eða komast í sveitina. Þá segir hann bara „Þorgerður mín, vilt þú ekki fara núna í sveitina?“ og þá veit hann alveg að ég þarf annað hvort að vera ein, skrifa, lesa eða bara komast í burtu. Hann er rosalega góður í að lesa mig.“ Þorgerði þykir jafnframt sérlega vænt um það þegar Kristján tekur utan um hana að tilefnislausu. Þá segist Kristján kunna að meta einlægni Þorgerðar. „Hún er mikil tilfinningavera hún Þorgerður. Þegar hún virkilega hrósar mér eða styður mig og ég veit hún meinar það 100 prósent, þá bara líður manni vel í líkamanum og andlega.“ Þau segjast viðhalda rómantíkinni í hjónabandinu með göngutúrum og sveitaferðum, ásamt því að elda góðan mat, fá sér rauðvín og spjalla saman um daginn og veginn. „Eins og allir, reynum við að búa til svona hugguleg kvöld en mér finnst það jafnvel stundum svolítið tilgerðarlegt. Þegar við erum með matarboð þá erum við ekki með einhverja svaka rómantíska tónlist, heldur viljum við frekar að fólk fari snemma að dilla sér og tala og hafa gaman. Við viljum að fólk hafi gaman í kringum okkur,“ segir Kristján. Börnin voru í stresskasti vegna söngs Þorgerðar Það vakti athygli árið 2014 þegar Þorgerður tók tilboði úr óvæntri átt og gekk til liðs við dómnefnd í Ísland Got Talent. „Ég bara sló til og sé sko ekki eftir því. Þá var ég nýhætt á þingi. Það var ýmsum sem fannst það ekki nógu gott fyrir menntamálaráðherra að vera taka þátt í svona sjónvarpslágkúru eins og einn sagði við mig.“ Hún segir það hins vegar hafa skapað vandræði á heimilinu þegar upp kom að dómnefndin ætti að taka lagið í lokaþættinum. Synir hennar hefðu ekki verið spenntir fyrir því að mamma þeirra myndi þenja raddböndin fyrir framan alþjóð. „Það vita það allir sem mig þekkja að ég er vita laglaus. Ég hef gaman að því að syngja en ég er vita laglaus,“ segir Þorgerður. En það sem synir hennar vissu ekki var að Þorgerður var ekki að fara syngja í alvöru, heldur aðeins að hreyfa varirnar við söng Sigríðar Thorlacius. „Þeir voru í stresskasti í heila viku.“ Í þættinum ræða þau Þorgerður og Kristján sameiginlega ást þeirra á Bubba Morthens, fjölskyldulífið og pólitíkina, handboltaferilinn og Esjugöngu sem aldrei var farin. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Þorgerði og Kristján í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Viðreisn Tengdar fréttir Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31 Fann ástina fjórtán ára gömul í fermingarveislu Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman. 25. ágúst 2021 20:06 Rómantísk sigling tók óvæntan snúning: „Ég hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn“ Listaparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson höfðu verið vinir frá því í grunnskóla þegar þau loksins byrjuðu saman árið 2015. Þá höfðu þau verið að stinga saman nefjum í tvö ár en það var eiginkona afa Blævar sem tilkynnti það í fjölskylduboði að þau væru kærustupar og var þá ekki aftur snúið. 20. ágúst 2021 20:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er flestum kunnug sem alþingiskona. Í dag er hún formaður Viðreisnar og hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2017. Hennar betri helmingur, Kristján Arason, er fyrrverandi handboltakappi og var eitt sinn talinn fjórði besti handboltamaður í heimi. Í dag er hann sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá fyrirtækinu Centra hf. Þau Þorgerður og Kristján voru gestir í 21. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dönsuðu saman á Óðal eitt örlagaríkt sumarkvöld Í þættinum segja þau Þorgerður og Kristján frá því þegar þau kynntust fyrir nær fjörutíu árum síðan. „Systir mín átti góða vinkonu sem var í Hafnarfirði. Hún átti bróður sem er einn besti vinur Kristjáns. Þau eru öll fjórum og fimm árum eldri en ég, en þau tóku litlu stelpuna með sér þarna eitt örlagaríkt kvöld í júní. Við fórum á Óðal og dönsuðum þar,“ segir Þorgerður um þeirra fyrstu kynni. Ástarsaga þeirra hófst þó ekki af alvöru alveg strax, enda segir Þorgerður að Kristján hafi ekki verið eini sæti strákurinn á Óðal það kvöldið. Leiðir þeirra lágu hins vegar saman á ný á Íslandsmóti í útihandbolta árið 1982 þar sem lið Þorgerðar vann kvennaflokkinn og lið Kristjáns vann karlaflokkinn. „Það var mikill fögnuður og húllumhæ á Skiphóli. Kristján sýndi mér herlegheitin og við fórum upp á stöð sem allir Gaflarar og Hafnfirðingar þekkja og hann sýndi mér dýrðina sem þar var. Síðan hef ég bara ekki farið frá Hafnarfirði,“ segir Þorgerður. Kristján er fjórum árum eldri en Þorgerður og fannst foreldrum hennar það heldur stórt skref að hún væri komin með kærasta - og hvað þá eldri mann. „Ég kynntist Kristjáni mjög ung en maður ræður ekki hvenær ástin bankar upp á.“ „Hann er rosalega góður í að lesa mig“ Saman eiga þau þrjú börn og segja þau lykilinn að farsælu sambandi þeirra vera umburðarlyndi, þolinmæði og vinskap. „Við erum svolítið sjálfstæð í okkar sambandi. Hann gerir sitt og ég geri mitt. Hann skynjar það oft að stundum er maður að pæla alls konar hluti og hann áttar sig algjörlega á því þegar ég þarf bara að vera ein eða komast í sveitina. Þá segir hann bara „Þorgerður mín, vilt þú ekki fara núna í sveitina?“ og þá veit hann alveg að ég þarf annað hvort að vera ein, skrifa, lesa eða bara komast í burtu. Hann er rosalega góður í að lesa mig.“ Þorgerði þykir jafnframt sérlega vænt um það þegar Kristján tekur utan um hana að tilefnislausu. Þá segist Kristján kunna að meta einlægni Þorgerðar. „Hún er mikil tilfinningavera hún Þorgerður. Þegar hún virkilega hrósar mér eða styður mig og ég veit hún meinar það 100 prósent, þá bara líður manni vel í líkamanum og andlega.“ Þau segjast viðhalda rómantíkinni í hjónabandinu með göngutúrum og sveitaferðum, ásamt því að elda góðan mat, fá sér rauðvín og spjalla saman um daginn og veginn. „Eins og allir, reynum við að búa til svona hugguleg kvöld en mér finnst það jafnvel stundum svolítið tilgerðarlegt. Þegar við erum með matarboð þá erum við ekki með einhverja svaka rómantíska tónlist, heldur viljum við frekar að fólk fari snemma að dilla sér og tala og hafa gaman. Við viljum að fólk hafi gaman í kringum okkur,“ segir Kristján. Börnin voru í stresskasti vegna söngs Þorgerðar Það vakti athygli árið 2014 þegar Þorgerður tók tilboði úr óvæntri átt og gekk til liðs við dómnefnd í Ísland Got Talent. „Ég bara sló til og sé sko ekki eftir því. Þá var ég nýhætt á þingi. Það var ýmsum sem fannst það ekki nógu gott fyrir menntamálaráðherra að vera taka þátt í svona sjónvarpslágkúru eins og einn sagði við mig.“ Hún segir það hins vegar hafa skapað vandræði á heimilinu þegar upp kom að dómnefndin ætti að taka lagið í lokaþættinum. Synir hennar hefðu ekki verið spenntir fyrir því að mamma þeirra myndi þenja raddböndin fyrir framan alþjóð. „Það vita það allir sem mig þekkja að ég er vita laglaus. Ég hef gaman að því að syngja en ég er vita laglaus,“ segir Þorgerður. En það sem synir hennar vissu ekki var að Þorgerður var ekki að fara syngja í alvöru, heldur aðeins að hreyfa varirnar við söng Sigríðar Thorlacius. „Þeir voru í stresskasti í heila viku.“ Í þættinum ræða þau Þorgerður og Kristján sameiginlega ást þeirra á Bubba Morthens, fjölskyldulífið og pólitíkina, handboltaferilinn og Esjugöngu sem aldrei var farin. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Þorgerði og Kristján í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Viðreisn Tengdar fréttir Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31 Fann ástina fjórtán ára gömul í fermingarveislu Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman. 25. ágúst 2021 20:06 Rómantísk sigling tók óvæntan snúning: „Ég hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn“ Listaparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson höfðu verið vinir frá því í grunnskóla þegar þau loksins byrjuðu saman árið 2015. Þá höfðu þau verið að stinga saman nefjum í tvö ár en það var eiginkona afa Blævar sem tilkynnti það í fjölskylduboði að þau væru kærustupar og var þá ekki aftur snúið. 20. ágúst 2021 20:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31
Fann ástina fjórtán ára gömul í fermingarveislu Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman. 25. ágúst 2021 20:06
Rómantísk sigling tók óvæntan snúning: „Ég hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn“ Listaparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson höfðu verið vinir frá því í grunnskóla þegar þau loksins byrjuðu saman árið 2015. Þá höfðu þau verið að stinga saman nefjum í tvö ár en það var eiginkona afa Blævar sem tilkynnti það í fjölskylduboði að þau væru kærustupar og var þá ekki aftur snúið. 20. ágúst 2021 20:01