Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2021 19:02 Get Outlook for iOS Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. „Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.” Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.”
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21