Fyrr í vikunni vakti Félag atvinnurekenda athygli á því að sellerí væri ófáanlegt á landinu um þessar mundir og sögðu að þar væri um að kenna hækkun á innflutningstollum.
Stjórn Neytendasamtakanna undirstrikar, í ályktun, mikilvægi þess að hér á landi sé stundaður öflugur landbúnaður en taka þó fram:
„En tilraunir til neyslustýringar með tollum og önnur verndarhyggja eru hamlandi stuðningur sem leiðir til taps neytenda, og framleiðenda þegar litið er til lengri tíma.“
Þessi stuðningur sé hluti af „gamalli og hverfandi arfleifð“ sem hafi síst komið bændum vel.
„Þess í stað þarf að leggja áherslu á styðjandi stuðning, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“
Tollmúra og neyslustýringu þyrfti að leggja af og innlendir matvælaframleiðendur þyrftu að treysta á gæði og hollustu eigin afurða.