„Við viljum vita hvort þau eru tilbúin að setja málefni okkar á oddinn og taka undir markmið Samtakanna '78 um að vera efst á Regnbogakortinu að fimm árum liðnum,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna, um þau málefni sem brenna á hinsegin fólki.
„Berjast gegn hatursorðræðu og hatursglæpum af krafti, og setja lög um hatursglæpi, bæta lagalega vernd hinsegin hælisleitenda, fullfjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk og svo framvegis,“ bætir hún við.
Eftirfarandi hafa staðfest þátttöku sína: Kolbrún Baldursdóttir fyrir Flokk fólksins, Brynja Dan og Aðalsteinn Sverrisson fyrir Framsóknarflokkinn, Magnús Guðbergsson fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn, Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir fyrir Miðflokkinn, Andrés Ingi Jónsson fyrir Pírata, Inga Björg Margrétar Bjarnadóttir fyrir Samfylkinguna, Diljá Mist Einarsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Agni Freyr Arnarson Kuzminov fyrir Sósíalistaflokkinn, Hanna Katrín Friðriksson fyrir Viðreisn og Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn.
Fundurinn hefst klukkan 17 og verður sýndur í beinni hér fyrir neðan.
Uppfært:
Því miður er ekki hægt að deila fundinum en hann má finna hér.