Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 16:18 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. „Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
„Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent