Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 19:41 Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi í langan tíma tekur á loft frá flugvellinum í Kabul í dag. Sayed Khodaiberdi Sadat/Getty Images Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar. Afganistan Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Vindasamt og rigning Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar.
Afganistan Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Vindasamt og rigning Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira