Lífið

Fyrsta stiklan úr nýju Matrix-myndinni komin í loftið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Neo og Trinity eru mætt aftur.
Neo og Trinity eru mætt aftur. Warner Bros.

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros hefur birst fyrstu stikluna úr The Matrix Resurrections, framhaldsmynd The Matrix-þríleiksins svokallaða.

Myndin skartar Keanu Reeves og Carrie-Ann Moss sem snúa aftur sem Neo og Trinity en átján ár eru frá því að síðasta Matrix-myndin kom út, The Matrix Revolutions.

Lana Wachowski leikstýrir myndinni en systir hennar Lilly, sem leikstýrði þríleiknum ásamt Lönu, er ekki með í þetta skiptið en hún er í fríi frá kvikmyndaheiminum sem stendur.

Reeves og Moss eru ekki þau einu sem snúa aftur úr þríleiknum. Jada Pinkett Smith, Lambert Wilson og Daniel Bernhardt stíga aftur í sömu stígvél og áður. Laurence Fishburne, sem lék Morpheus er hins vegar ekki með.

Neil Patrick Harris, Christina Ricci, Priyanka Chopra Jonas, Jessica Henwick, Yahya Abdul-Mateen II og Jonathan Goff koma ný inn.

Í stiklunni má sjá Reeves og Moss í hlutverkum Neo og Trinity hittast á ný eftir langt hlé. Stikluna má sjá hér að neðan en myndin verður frumsýnd þann 22. desember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Byrja að kynna Matrix með pilluvali

Búið er að gera breytingar á heimasíðu Matrix kvikmyndanna í fyrsta sinn í nokkur ár. Það var gert í tilefni þess að sýna á fyrstu stiklu fjórðu myndarinnar úr söguheimi Wachowski systranna á fimmtudaginn.

Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust

Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.