Hangandi nashyrningar og bakteríuflóra götutyggjós Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 08:47 Árið 2015 voru vísindamenn verðlaunaðir með Ig Nóbel eftir að þeim tókst að sanna að greina mætti bráða botnlangabólgu með því að meta hversu sárt það væri fyrir sjúklinginn að fara yfir hraðahindranir í bifreið. epa/CJ Gunther Hvernig er best að flytja nashyrning? Getur fullnæging dregið úr nefstíflum? Breytist líkamslykt áhorfenda í kvikmyndahúsum eftir því hvað verið er að horfa á? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem handhafar Ig Nóbelsverðlaunanna freistuðu þess að svara. Ig Nóbelsverðlaunin eru háð-útgáfa af hinum virtu Nóbelsverðlaunum og falla í skaut þeirra vísindamanna sem tekst bæði að fá fólk til að hlæja og hugsa með rannsóknum sínum. Að þessu sinni voru vísindamenn verðlaunaðir sem færðu á það sönnur að það væri betra að flytja nashyrninga hangandi á hvolfi en liggjandi á hlið, að fullnæging gæti hjálpað til við að létta andardráttinn þegar viðkomandi þjáðist af stífluðu nefi og að fólk gefur frá sér afar mismikla lykt á meðan það horfir á hryllingsmyndir. Enn aðrir fengu verðlaun fyrir rannsókn sína á því hvort þróun mannsins hefði gefið karlmanninum skegg til að draga úr áhrifum slagsmála á höfuð og húð. Aðrir notuðu myndir af stjórnmálamönnum til að sýna fram á tengsl milli offitu og spillingar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir rannsókn á því af hverju gangandi vegfarendur rekast ekki oftar saman og rannsókn á bakteríuflóru tyggjógúmmís á götum úti. Ig Nóbelsverðlaunin eru yfirleitt afhent af handhöfum hinna eiginlegu Nóbelsverðlaun og fer athöfnin fram við Harvard-háskóla. Þá halda verðlaunahafar erindi við MIT í kjöfarið. Andre Geim er eini maðurinn sem hefur hlotið bæði Nóbelsverðlaunin og Ig Nóbelsverðlaunin. Hann hlaut Ig Nóbelinn árið 2000 fyrir að nota segla til að láta frosk svífa um en hlaut hin virtu Nóbelsverðlaun árið 2010 fyrir rannsókn sína á seguleiginleikum grafíns. Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ig Nóbelsverðlaunin eru háð-útgáfa af hinum virtu Nóbelsverðlaunum og falla í skaut þeirra vísindamanna sem tekst bæði að fá fólk til að hlæja og hugsa með rannsóknum sínum. Að þessu sinni voru vísindamenn verðlaunaðir sem færðu á það sönnur að það væri betra að flytja nashyrninga hangandi á hvolfi en liggjandi á hlið, að fullnæging gæti hjálpað til við að létta andardráttinn þegar viðkomandi þjáðist af stífluðu nefi og að fólk gefur frá sér afar mismikla lykt á meðan það horfir á hryllingsmyndir. Enn aðrir fengu verðlaun fyrir rannsókn sína á því hvort þróun mannsins hefði gefið karlmanninum skegg til að draga úr áhrifum slagsmála á höfuð og húð. Aðrir notuðu myndir af stjórnmálamönnum til að sýna fram á tengsl milli offitu og spillingar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir rannsókn á því af hverju gangandi vegfarendur rekast ekki oftar saman og rannsókn á bakteríuflóru tyggjógúmmís á götum úti. Ig Nóbelsverðlaunin eru yfirleitt afhent af handhöfum hinna eiginlegu Nóbelsverðlaun og fer athöfnin fram við Harvard-háskóla. Þá halda verðlaunahafar erindi við MIT í kjöfarið. Andre Geim er eini maðurinn sem hefur hlotið bæði Nóbelsverðlaunin og Ig Nóbelsverðlaunin. Hann hlaut Ig Nóbelinn árið 2000 fyrir að nota segla til að láta frosk svífa um en hlaut hin virtu Nóbelsverðlaun árið 2010 fyrir rannsókn sína á seguleiginleikum grafíns.
Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira