Græn umhverfisvæn framtíð í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 10. september 2021 10:01 Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun