Svíþjóðardemókrati handtekinn grunaður um morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 15:27 Maðurinn er talinn hafa orðið konu í Vestur-Gautlandi að bana í síðustu viku. Hann gegnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Svíþjóðardemókrata. EPA-EFE/Johan Nilsson Karlmaður hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa myrt konu í suðurhluta Vestur-Gautlands í síðustu viku. Maðurinn er sagður stjórnmálamaður í flokki Svíþjóðardemókrata og sinnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“ Svíþjóð Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“
Svíþjóð Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira