MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 23:31 Dómari í málinu skoðar hluta af vélinni sem settur var saman vegna rannsóknar á því hvað gerðist þegar MH17 var skotin niður. Vitaly Chugin/TASS Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Sjá meira
Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23