Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2021 10:52 Þessi mynd var tekin skömmu eftir árásina sem Ahmadi og fjölskyldumeðlimir hans dóu í. AP/Khwaja Tawfiq Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. Tíu manns féllu í árásinni og þar á meðal sjö börn. Þetta kemur fram í frétt New York Times en blaðamenn miðilsins vörðu miklu púðri í að rannsaka árásina, sem gerð var þann 29. ágúst, og þá sem dóu í henni. Þennan dag var mikil óreiða í Kabúl eftir valdatöku Talibana og stóðu umfangsmiklir flutningar fólks frá borginni yfir. Þá hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvöguna við flugvöllinn. Sjá einnig: Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Bandarískir embættismenn segjast hafa séð manninn, sem New York Times segir hafa heitið Zemari Ahmadi, koma sprengiefnum fyrir í bíl sínum og segja hann hafa heimsótt hús sem ISIS-liðar hefðu sótt áður. Blaðamenn NYT segja þó að myndbönd sýni Ahmadi hafa sett vatnsbrúsa í bíl sinn en ekki sprengiefni. Hann hafi ætlað að fara með vatnið heim til sín. Ahmadi var 43 ára gamall og hafði starfað sem rafvirki fyrir bandarísku hjálparsamtökin Nutrition and Education International (NEI) frá árinu 2006. Þennan dag var hann á hvítri Corollu sem var í eigu NEI en bandarískir embættismenn segja bílinn hafa sést við hús sem talið var vera skjól ISIS-liða. Þá var byrjað að fylgjast með bílnum úr lofti. Ekki liggur fyrir hvort húsið sem um ræðir var heimili Ahmadis eða heimili tveggja samstarfsfélaga hans sem hann sótti eða heimili yfirmanns hans. Þangað fór hann til að sækja fartölvu. Degi seinna var eldflaugum skotið frá stað nærri heimilis yfirmanns Ahmadis að flugvellinum í Kabúl. Fylgdust með honum allan daginn Dróni var notaður til að fylgjast með ferðum Ahmadis og hafa embættismenn haldið því fram að skilaboð frá ISIS-liðum til ökumanns bílsins hafi verið hleruð. Allan daginn var fylgst með Ahmadi en samstarfsmenn hans segja vinnudag hans hafa verið eðlilegan. Hann hafi verið mikið á ferðinni og hafi meðal annars keyrt nokkra úr vinnunni á lögreglustöð þar sem þeir báðu Talibana um leyfi til að gefa flóttafólki matvæli. Seinna um daginn hjálpaði öryggisvörður Ahmadi við að fylla stóra brúsa af vatni og koma þeim fyrir í bílnum. Ahmadi ætlaði með vatnið heim til sín. Þar sem skortur var á vatni í hverfi hans. Hér má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt New York Times þar sem meðal ananrs er farið yfir myndefni sem notað var til að skrásetja síðasta dag Ahmedi. Í grein New York Times segir að yfirlýsingar embættismanna um hvar Ahmadi hafi sést koma sprengjuefnum fyrir í bíl sínum séu til marks um að þar sé átt við vatnið sem hann tók á vinnustað sínum. Þrír aðrir fóru með Ahmadi úr vinnu og segja þeir allir að engar sprengjur hafi verið í bílnum. Ahmadi skutlaði vinnufélögum sínum heim og fór svo heim til sín en hann bjó nærri flugvellinum í Kabúl. Það var svo þegar Ahmadi var að leggja bílnum við heimili sitt að ákvörðun var tekin um að skjóta eldflaug að bílnum. Það var ákveðið þrátt fyrir að bílnum hefði verið lagt í þéttbýlu íbúðasvæði. Ættingjar hans segja að börn hans og bróður hans hafi hoppað upp í bílinn þegar Ahmadi var að leggja honum. Allir sem dóu í sömu fjölskyldunni Eins og áður segir, dóu tíu í árásinni og þar af sjö börn. Það er samkvæmt fjölskyldu Ahmadi. Auk hans dóu Zamir (20), Faisal (16) og Farzad (10), sem voru börn hans. Naser, þrítugur frændi Ahmadis dó einnig og þrjú börn bróður hans, þau Arwin (7), Benyamin (6) og Hayat (2). Auk þeirra dóu Mailka og Somaya sem báðar voru þriggja ára. Bandaríkjamenn hafa bara viðurkennt að þrír almennir borgarar hafi dáið. Embættismenn hafa haldið því fram að eftir að eldflaugin lenti á bílnum hafi önnur og stærri sprenging orðið. Það sé til marks um að bíllinn hafi verið hlaðinn sprengiefni. NYT fékk þó nokkra sérfræðinga til að skoða myndefni frá heimilinu og enginn þeirra hafi séð ummerki annarrar sprengingar. Skýr ummerki séu um eldflaugaárás og það að bíllinn hafi brunnið. Hins vegar séu engar aðrar skemmdir eins og hrundir veggir eða brunninn gróður til marks um aðra sprengingu. Þá sé aðeins ein dæld á hliðinu við húsið, sem sé til marks um að aðeins ein höggbylgja hafi skollið á því. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. 9. september 2021 19:41 Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9. september 2021 07:46 Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03 Talibanar sakaðir um að myrða ólétta lögreglukonu Vígamenn Talibana í Afganistan hafa verið sakaðir um að hafa skotið ólétta lögreglukonu til bana. Konan er sögð hafa verið komin átta mánuði á leið. 5. september 2021 18:26 Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Tíu manns féllu í árásinni og þar á meðal sjö börn. Þetta kemur fram í frétt New York Times en blaðamenn miðilsins vörðu miklu púðri í að rannsaka árásina, sem gerð var þann 29. ágúst, og þá sem dóu í henni. Þennan dag var mikil óreiða í Kabúl eftir valdatöku Talibana og stóðu umfangsmiklir flutningar fólks frá borginni yfir. Þá hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvöguna við flugvöllinn. Sjá einnig: Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Bandarískir embættismenn segjast hafa séð manninn, sem New York Times segir hafa heitið Zemari Ahmadi, koma sprengiefnum fyrir í bíl sínum og segja hann hafa heimsótt hús sem ISIS-liðar hefðu sótt áður. Blaðamenn NYT segja þó að myndbönd sýni Ahmadi hafa sett vatnsbrúsa í bíl sinn en ekki sprengiefni. Hann hafi ætlað að fara með vatnið heim til sín. Ahmadi var 43 ára gamall og hafði starfað sem rafvirki fyrir bandarísku hjálparsamtökin Nutrition and Education International (NEI) frá árinu 2006. Þennan dag var hann á hvítri Corollu sem var í eigu NEI en bandarískir embættismenn segja bílinn hafa sést við hús sem talið var vera skjól ISIS-liða. Þá var byrjað að fylgjast með bílnum úr lofti. Ekki liggur fyrir hvort húsið sem um ræðir var heimili Ahmadis eða heimili tveggja samstarfsfélaga hans sem hann sótti eða heimili yfirmanns hans. Þangað fór hann til að sækja fartölvu. Degi seinna var eldflaugum skotið frá stað nærri heimilis yfirmanns Ahmadis að flugvellinum í Kabúl. Fylgdust með honum allan daginn Dróni var notaður til að fylgjast með ferðum Ahmadis og hafa embættismenn haldið því fram að skilaboð frá ISIS-liðum til ökumanns bílsins hafi verið hleruð. Allan daginn var fylgst með Ahmadi en samstarfsmenn hans segja vinnudag hans hafa verið eðlilegan. Hann hafi verið mikið á ferðinni og hafi meðal annars keyrt nokkra úr vinnunni á lögreglustöð þar sem þeir báðu Talibana um leyfi til að gefa flóttafólki matvæli. Seinna um daginn hjálpaði öryggisvörður Ahmadi við að fylla stóra brúsa af vatni og koma þeim fyrir í bílnum. Ahmadi ætlaði með vatnið heim til sín. Þar sem skortur var á vatni í hverfi hans. Hér má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt New York Times þar sem meðal ananrs er farið yfir myndefni sem notað var til að skrásetja síðasta dag Ahmedi. Í grein New York Times segir að yfirlýsingar embættismanna um hvar Ahmadi hafi sést koma sprengjuefnum fyrir í bíl sínum séu til marks um að þar sé átt við vatnið sem hann tók á vinnustað sínum. Þrír aðrir fóru með Ahmadi úr vinnu og segja þeir allir að engar sprengjur hafi verið í bílnum. Ahmadi skutlaði vinnufélögum sínum heim og fór svo heim til sín en hann bjó nærri flugvellinum í Kabúl. Það var svo þegar Ahmadi var að leggja bílnum við heimili sitt að ákvörðun var tekin um að skjóta eldflaug að bílnum. Það var ákveðið þrátt fyrir að bílnum hefði verið lagt í þéttbýlu íbúðasvæði. Ættingjar hans segja að börn hans og bróður hans hafi hoppað upp í bílinn þegar Ahmadi var að leggja honum. Allir sem dóu í sömu fjölskyldunni Eins og áður segir, dóu tíu í árásinni og þar af sjö börn. Það er samkvæmt fjölskyldu Ahmadi. Auk hans dóu Zamir (20), Faisal (16) og Farzad (10), sem voru börn hans. Naser, þrítugur frændi Ahmadis dó einnig og þrjú börn bróður hans, þau Arwin (7), Benyamin (6) og Hayat (2). Auk þeirra dóu Mailka og Somaya sem báðar voru þriggja ára. Bandaríkjamenn hafa bara viðurkennt að þrír almennir borgarar hafi dáið. Embættismenn hafa haldið því fram að eftir að eldflaugin lenti á bílnum hafi önnur og stærri sprenging orðið. Það sé til marks um að bíllinn hafi verið hlaðinn sprengiefni. NYT fékk þó nokkra sérfræðinga til að skoða myndefni frá heimilinu og enginn þeirra hafi séð ummerki annarrar sprengingar. Skýr ummerki séu um eldflaugaárás og það að bíllinn hafi brunnið. Hins vegar séu engar aðrar skemmdir eins og hrundir veggir eða brunninn gróður til marks um aðra sprengingu. Þá sé aðeins ein dæld á hliðinu við húsið, sem sé til marks um að aðeins ein höggbylgja hafi skollið á því.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. 9. september 2021 19:41 Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9. september 2021 07:46 Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03 Talibanar sakaðir um að myrða ólétta lögreglukonu Vígamenn Talibana í Afganistan hafa verið sakaðir um að hafa skotið ólétta lögreglukonu til bana. Konan er sögð hafa verið komin átta mánuði á leið. 5. september 2021 18:26 Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. 9. september 2021 19:41
Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9. september 2021 07:46
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03
Talibanar sakaðir um að myrða ólétta lögreglukonu Vígamenn Talibana í Afganistan hafa verið sakaðir um að hafa skotið ólétta lögreglukonu til bana. Konan er sögð hafa verið komin átta mánuði á leið. 5. september 2021 18:26
Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45