Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2021 19:11 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Vísir Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“ Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“
Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48