Halldór Jóhann um mótherja Selfyssinga: Spila stórkallabolta, eru þungir og miklir en ekki hraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 19:02 Halldór Jóhann er spenntur fyrir komandi tímabili. Vísir/Sigurjón Selfoss leikur gegn tékkneska liðinu KH ISMM Kopřivnice í Evrópubikarnum í handbolta. Verða báðir leikirnir leikni ytra um næstu helgi. „Þetta er lið sem lenti í 4. sæti í deildinni úti, við lentum í 4. sæti í deildinni hér. Held að deildirnar séu svipaðar að getu að mörgu leyti. Þetta er svolítill stórkallabolti, stórir strákar, þungir og miklir en ekki hraðir. Við erum ekki með miklar upplýsingar, ég er með einn leik núna og er að vonast eftir öðrum um helgina svo við förum ekki alveg blindir til leiks,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um verkefnið sem framundan er. „Myndi segja að þetta væru svona 50/50 möguleikar en auðvitað erum við á útivelli í báðum leikjunum. Það er mikil áhætta en á Covid-tímum er þetta einfaldasti kosturinn. Þeir gáfu okkur gott tilboð og við ákváðum að stökkva á það.“ „Við förum snemma, á þriðjduagskvöldi, og leikið er á laugardag og sunnudag. Nýtum þetta í æfingar líka og náum að hrista hópinn saman fyrir átökin í Olís-deildinni sem er mjög jákvætt.“ Klippa: Halldór Jóhann um Tékklands ævintýri Selfyssina Tíu leikmenn fjarverandi „Í ljósi þess að á þessum tíu manna lista eru allt sem gætu spilað í byrjunarliðinu og hafa spilað í byrjunarliðinu á síðustu tveimur árum. Við þurfum bara að komast í gegnum þetta. Ég fæ vonandi leikmenn til baka í lok október og byrjun nóvember og vonandi meiðist enginn á meðan.“ „Held að hún hafi sjaldan verið jafn sterk og hún er í ár. Bæði erum við að fá leikmenn heim og fá upp góða kynslóð af leikmönnum. Liðin eru fjölmörg gífurlega sterk. Haukar gríðar sterkir, FH gríðar sterkir, Stjarnan gríðar sterkir, Afturelding er með afar sterkan hóp. Við erum mjög sterkir þegar við erum komnir með alla okkar leikmenn.“ „Held þetta verði mjög skemmtileg deild, mjög jöfn. Vonandi verða fá stig milli 1. sætis og 8. til 9. sætis,“ sagði Halldór Jóhann að endingu. Íslenski handboltinn Handbolti UMF Selfoss Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
„Þetta er lið sem lenti í 4. sæti í deildinni úti, við lentum í 4. sæti í deildinni hér. Held að deildirnar séu svipaðar að getu að mörgu leyti. Þetta er svolítill stórkallabolti, stórir strákar, þungir og miklir en ekki hraðir. Við erum ekki með miklar upplýsingar, ég er með einn leik núna og er að vonast eftir öðrum um helgina svo við förum ekki alveg blindir til leiks,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um verkefnið sem framundan er. „Myndi segja að þetta væru svona 50/50 möguleikar en auðvitað erum við á útivelli í báðum leikjunum. Það er mikil áhætta en á Covid-tímum er þetta einfaldasti kosturinn. Þeir gáfu okkur gott tilboð og við ákváðum að stökkva á það.“ „Við förum snemma, á þriðjduagskvöldi, og leikið er á laugardag og sunnudag. Nýtum þetta í æfingar líka og náum að hrista hópinn saman fyrir átökin í Olís-deildinni sem er mjög jákvætt.“ Klippa: Halldór Jóhann um Tékklands ævintýri Selfyssina Tíu leikmenn fjarverandi „Í ljósi þess að á þessum tíu manna lista eru allt sem gætu spilað í byrjunarliðinu og hafa spilað í byrjunarliðinu á síðustu tveimur árum. Við þurfum bara að komast í gegnum þetta. Ég fæ vonandi leikmenn til baka í lok október og byrjun nóvember og vonandi meiðist enginn á meðan.“ „Held að hún hafi sjaldan verið jafn sterk og hún er í ár. Bæði erum við að fá leikmenn heim og fá upp góða kynslóð af leikmönnum. Liðin eru fjölmörg gífurlega sterk. Haukar gríðar sterkir, FH gríðar sterkir, Stjarnan gríðar sterkir, Afturelding er með afar sterkan hóp. Við erum mjög sterkir þegar við erum komnir með alla okkar leikmenn.“ „Held þetta verði mjög skemmtileg deild, mjög jöfn. Vonandi verða fá stig milli 1. sætis og 8. til 9. sætis,“ sagði Halldór Jóhann að endingu.
Íslenski handboltinn Handbolti UMF Selfoss Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira